Úrval - 01.12.1954, Page 86

Úrval - 01.12.1954, Page 86
84 ■Qrval Þó að þessi óvænta og skjóta staðfesting á hinum bráðsnjöllu tilgátum Neels sé vissulega merkileg, virðist nokkurnveginn öruggt, að aðeins lítill hluti þess bergs, sem segulmagnast hefur með öfugri stefnu, hafi segul- magnast í samræmi við aðra hvara tilgátu Neels. Annað hvort hefur stefna segulsviðs jarðarinnar raunverulega snúizt við, eða eitthvert óþekkt eðlis- fræðilögmál sem tilgátur Neels ná ekki til, hefur verið þar að verki. Vísindamenn deila nú af kappi um þetta atriði. Sennilega hallast þó meirihluti þeirra að kenningunni um snúning á seg- ulsviði jarðarinnar. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að enn hafi ekki fengizt fullar sönnur á þeirri kenningu. En ég er nokk- urn veginn viss um, að úr þessu muni fást skorið á næstu árum. Ég læt nú útrætt um þetta atriði, en sný mér að öðru vömlu deilumáli, sem mér virð- ist að rannsóknir á segulmagni bergtegunda muni geta skorið iir um. Var Indland einu sinni nærri suðurpólnum ? Hafa meginlönd jarðarinnar verið á reki um jarðhvelið frá því jarðsagan hófst? Sennilega eru fæstir jarðfræðingar þeirr- ar skoðunar. En nokkrir eru sannfærðir um, að þau hafi færst til langar leiðir. Fyrir þrem öldum tók Francis Bacon eftir því, að austur strönd Suð- ur-Ameríku féll að vesturströnd Afríku næstum eins og hanzki að hönd. Fyrir hundrað árum kom fram sú tilgáta, að þessi tvö meginlönd hefðu áður verið eitt, en hefðu skilizt að og fjar- lægzt hvort annað um nokkur þúsund mílur. Furðulega líkar bergmyndanir hafa auk þess fundizt á stöðum jafnfjarlægum hver öðrum og suðausturströnd Ástralíu Madagaskar, Indland, Suður-Afríka og suðurhluti Suður-Ameríku. Af þessari sam- svörun bergmyndana drógu nokkrir vísindamenn þá álykt- un, að lönd þessi hefðu einu sinni ásamt Suðurheimskauts- landinu myndað eitt geysistórt meginland umhverfis suðurpól- inn. Fremstir í hópi þessara vísindamanna voru Þjóðverjinn Wegener og Du Toit frá Suður- Afríku. Frá sjónarmiði mínu sem eðlisfræðings eru sterkustu rökin fyrir kenningunni um til- flutning meginlandanna sú upp- götvun jarðfræðinga, að fyrir um 200 milljónum ára hafi Ind- land og Suður-Afríka verið þakin jöklum, og að rispur í bergi eftir skriðjökla sýni, að þeir hafi runnið í norður, þ. e. burt frá hlýindum hitabeltisins í átt til kaldari svæða, gagn- stætt því sem búast mætti við. Ef þessi uppgötvun jarðfræð- inga er rétt, er erfitt að komast hjá því að draga þá ályktun, að Indland, sem nú er norðan við miðbaug, hafi einu sinni verið nálægt Suðurpólnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.