Úrval - 01.12.1954, Page 89
HEILBRIGÐISMÁL 1 SOVÉTRÍKJUNUM
67'
getur sótt til stéttarfélags síns
um styrk allt upp í 70% af
dvalarkostnaði þennan tíma. En
til þess að fá hann, verður hann
að koma með læknisvottorð um,
að hann hafi heilsu til að hjóla
yfir Úralfjöllin (ef það er ætl-
un hans), eða að hann hafi
heilsu sinnar vegna þörf fyrir
mánaðar dvöl á einhverju af
heilsuhælum þeim, sem stéttar-
félagið hefur til umráða handa
verðugum verkamönnum sínum.
Sum þessara heilsuhæla eru eins
vel búin og ríkulega og dýr
vestræn sumarhótel (mig
dreymir enn matseðilinn á
heilsuhæli námuverkamanna,
sem ég heimsótti við Svarta-
haf) og vel getur verið (án
þess ég viti), að dvalarleyfi á
þeim beztu séu oftar veitt sem
umbun fyrir flokksþjónustu en
af heilbrigðisástæðum. En því
verður ekki neitað, að rekstur
heilsuhæla og hvíldarheimila er
mjög stór þáttur í rúnneskri
læknaþjónustu. Á um það bil
2000 slíkum hælum nutu um
4.000.000 manna læknishjálpar
síðastliðið ár.
Önnur heilsuverndarráðstöf-
un er reglubundin læknisskoðun.
„Ef við getum ekki komið í veg
fyrir alla sjúkdóma," segja
Rússar, „getum við að minnsta
kosti leitað þá uppi meðan enn
er hægt að lækna þá.“
Þessvegna er fólk læknisskoð-
að hvar og hvenær sem hægt
er. Flestir njóta læknisþjónustu
í heimangönguspítala (Polikli-
nik) eða heilsuverndarstöð í
næsta nágrenni sínu; og í Mosk-
vu, að minnsta kosti, er til þess
ætlazt, að hver maður komi til
læknisskoðunar minnst einu
sinni á ári. Menn ganga frá
einum sérfræðing til annars, og
tekur skoðunin um þrjá stund-
arf jórðunga. Vitjanir þessar eru
ekki beinlínis skylda, en það
verður æ erfiðara að komast hjá
læknisskoðun. Ef menn vilja
taka þátt í skipulögðu sumar-
leyfi eða fá sumarleyfisstju’k,
þarf læknisvottorð til. Oft eru
gerðar fjöldaskoðanir tii að
finna sérstaka sjúkdóma, s. s.
berkla, krabbamein eða of háan
blóðþrýsting. Koma þá hópar
sérfræðinga í verksmiðju, hverfi
eða hérað og skoða alla. Síðan
1946 hafa um 61 milljón manna
verið krabbameinsskoðaðir, og
hefur fundizt krabbamein að
meðaltali í einum af hverjum
þúsund.
Þessar kerfisbundnu heildar-
skoðanir skýra það að nokkru
leyti, hversvegna fleiri læknar
eru í Sovétríkjunum, miðað við
íbúa, en í Englandi, þó að þjón-
usta við sjúklinga sé þar ekki
eins fullkomin. Önnur skýring
er sú, að vinnudagur lækna er
aðeins sex og hálf stund á dag.
Sumir vinna að vísu lengur eða
hafa tvær stöður, en meira en
helmingur læknanna eru konur,
og þær sem eiga heimili og börn
munu telja sex og hálfa stund
nógu langan vinnudag. Ókunn-
ugum kann í fyrstu að finnast