Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
mikið til um hina tiltölulega
mörgu sérfræðinga á spítölun-
um, en því fylgir, að reynsla
flestra þeirra verður minni en
hjá okkur. Hinn stutti vinnutími
þeirra fer meira í f jöldaskoðanir
heilbrigðra en í að skoða þá
sjúkdóma, sem snerta sérgrein
þeirra.
I öllum löndum er það vanda-
mál, að sérfræðinámi fylgir sú
hætta, að sérfræðingurinn
gleymi því, sem hann lærði í
almennri læknisfræði vegna
þess, að hið þrönga sérsvið hans
tekur allan tíma hans. I Rúss-
landi er sérstaklega erfitt að
koma í veg fyrir þetta, því að
sérnám byrjar þar miklu fyrr.
Sá sem ætlar að leggja stund á
almenna heilsuvernd eða barna-
lækningar, byrjar að fá sérþjálf-
un í miðju námi; 'og á sjötta
ári leggur hver einasti stúd-
ent stund á eitthvert sérnám.
Afleiðingin verður óumflýjan-
lega sú, að þekking margra
lækna verður hvorki víðtæk né
djúptæk; þessvegna er brýn
nauðsyn, að almennur læknir
eða minniháttar sérfræðingur
hafi skjótan og greiðan aðgang
að velmenntuðum sérfræðingi.
Þetta birtist m. a. í því, að yfir-
maður spítala eða heilsuvernd-
arstöðvar hefur allt að tíföld-
um launum á við óbreytta
lækna. Þegar ég sagði rússnesk-
um læknum, að almennir lækn-
ar hjá okkur hefðu oft meiri
laun en prófessorar, ráku þeir
upp stór augu. Þeir geta ekki
skilið, að almennur læknir geti
verið sjálfs sín herra.
En þó að okkur virðist laun
almennra lækna í Rússlandi lág,
er álit stéttarinnar og framtíð-
armöguleikar innan hennar
þannig, að stúdentar sækjast
eftir að komast í læknisfræði-
nám. Námið er sex ár og fylgir
föstum reglum, með miklu af
fyrirlestrum. Námstilhögunin
er að einu leyti fremri því sem
tíðkast hjá okkur: prófin hafa
ekki verið gerð upphafi og endi
alls í lífi stúdentsins, heldur eru
höfð minniháttar próf með
stuttu millibili, og þarf sam-
vizkusamur stúdent ekki að ótt-
ast þau. (Þó að undarlegt kunni
að virðast, eru öll próf munn-
leg; Rússar virðast eiga erfitt
með að hugsa sér skrifleg próf.)
En á rússneskri læknisfræði-
kennslu er, að mínu áliti, sá
megingalli, að inn í hana er
blandað stjórnmálum. Náttúr-
lega vilja yfirvöldin, að lækn-
arnir séu forystumenn í barátt-
unni fyrir því að bæta manninn;
það er því kannski ekki út af
fyrir sig ámælisvert, að prófess.
or í Marx-Leninisma sé starf-
andi við hvern læknaskóla —
á sama hátt og við höfum prest.
En það sem mér finnst óþolandi
er, að í vísindaleg viðfangsefni
skuli vera blandað pólitískum
kennisetningum, sem ala á þjóð-
rembingi.
Sá sem alinn er upp við frjáls-
ræði í vísindum, getur ekki trú-
að því, að hægt sé að ná bezta