Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 91
HEILBRIGÐISMÁL 1 SOVÉTRÍKJUNUM
89
árangri þar sem lækninum —
hvort sem hann er vísindamað-
ur eða starfandi læknir — er
sagt hverju hann má trúa og
hverju ekki. En móti þessu veg-
ur hinn skammgóði ávinningur
að fólkið venst á að vinna eftir
skipun.
Að því er snertir vísindarann-
sóknir, birtast kostir og gallar
sterkrar miðstjórnar í því, sem
kalla mætti Pavlov-málið*). Ár-
ið 1950, var rússneskum lækn-
um sagt, að kenningar Pav-
lovs skyldu héðan í frá vera
fræðilegur grundvöllur sovét-
skra læknavísinda. Orsök þess-
arar tilskipunar hefur sennilega
frekar verið pólitísks en vís-
indalegs eðlis. Stjórnendur Sov-
étríkjana munu hafa fundið
stjórnarstefnu sinni stuðning í
kenningum Pavlovs. Pavlov
hafði að vísu haft margvíslega
fyrirvara með kenningum sín-
um, en ef þeim væri stjakað
til hliðar, og ef hægt væri að
skýra hegðun mannsins út frá
kenningunni um venjuviðbrögð,
hefðu stjórnarvöldin þar með
fengið stuðning vísindanna við
stjórnmálafræðslu sína og efnis-
hyggju. auk þess mætti benda
á, að einræðisstjórn, sem ræður
*) Pavlov var heimskunnur vís-
indamaður í læknisfræði, hlaut Nó-
belsverðlaun 1904. Einkum er hann
kunnur fyrir rannsóknir sinar á
taugakerfinu og því sem hann kall-
aði „venjuviðbrög'ð". Pavlov var í
miklum metum í Sovétríkjunum.
Hann lézt 1936. — Þýð.
yfir öllum félagslegum athöfn-
um þjóðarinnar, sé hliðstæð heil-
anum, sem ræður yfir öllum
athöfnum líkamans. Sérfræðing-
um í lífeðlisfræði og taugasjúk-
dómum var því upp á lagt að
haga rannsóknum sínum og
kennslu í samræmi við kenn-
ingar Pavlovs; próf essorum,
sem ekki gátu fellt sig við þetta,
var veitt lausn í náð, þeirra á
meðal nokkrum gömlum nem-
endum Pavlovs; og öllum lækn-
um var fyrirskipað að gefa sem
nánastan gaum að þætti mið-
taugakerfisins í orsök sjúk-
dóma.
Slæmt? Því má svara bæði
játandi og neitandi. Hugmyndir
og aðferðir Pavlovs eru stór-
kostlega þýðingarmiklar, og þó
að þessi ný-Pavlovismi hafi far-
ið út í fjarstæðukenndar öfgar,
gefur sumt sem áunnizt hefur
með honum miklar vonir. Á hinn
bóginn er ástæða til að spvrja
hverjar afleiðingar það muni
hafa í lengd, ef vísindamönn-
um er sagt fyrir um það hvað
þeir eigi að gera og hugsa.
Hvað sem segja má um á-
standið í læknavísindum Sovét-
ríkjanna fyrir 20 árum, þá hef-
ur það ekki verið þannig á sið-
ustu árum, að frumleiki í hugs-
un hafi getað blómgast þar. En
sumir kunnugir segja, að hinir
nýju stjórnendur landsins geri
sér ljóst, að vísindi geta aldrei
blómgast nema í vísindalegu
andrúmslofti — þar sem vís-
indamenn geta hugsað og tal-