Úrval - 01.12.1954, Side 93
HEILBRIGÐISMÁL I SOVÉTRÍKJUNUM
91
börnin stunduð af öðrum lækn-
um, frá öðrum heimangöngu-
spítala.
Verið getur, að svona lækna-
þjónusta, sem er skipulögð og
stjórnað frá æðri stöðum, sé
hentugust til að veita skjóta
læknishjálp f jölmennri þjóð, sem
áður naut lítillar eða engrar
læknaþjónustu; og þegar ég
kom fyrst til Rússlands, 1936,
fannst mér mikið til um það
fyrirkomulag, sem gat séð urn
skynsamlega dreifingu lækna-
þjónustunnar, í samræmi við
hinar raunveruiegu þarfir fólks-
ins, og sem lagt gat mesta á-
herzlu á heilsuvernd, af því að
læknarnir voru ekki lengur háð-
ir greiðslu fyrir að lækna sjúk-
dóma. Eftir að við höfum nú
hér heim fengið ókeypis lækna-
þjónustu, finnst mér ekki eins
mikil til um rússneska fyrir-
komulagið; en vegna þess að hér
er um að ræða tvær ólíkar að-
ferðir til þess að ná sama marki,
er nauðsynlegt að bera saman
árangurinn. Við höfum gert
okkur allt far um að forðast
rússneska einræðisfyrirkomu-
lagið: ríkisrekna heilbrigðis-
þjónustu; við höfum reynt að
varðveita hin persónulegu tengsl
læknis og sjúklings, og persónu-
lega ábyrgð sérhvers læknis á
gerðum sínum. Geta Rússar
sýnt fram á, að þessi viðleitni
hafi verið óþörf? Á sama hátt
og þeir trúa því, að vísindin
blómgist í stofnunum þeirra,
telja þeir að mannúðarbragur
ríki í sjúkrahúsum þeirra. Við
trúum ekki að svo geti verið —-
af því að læknarnir eru embætt-
ismenn. En við verðum að viður-
kenna, að þó að menn séu lög-
um samkvæmt embættismenn,
þurfi þeir ekki alltaf að haga
sér sem slíkir; og læknisfræðin
er í eðli sínu þannig, að hún
getur hafið sig yfir öll kerfi.
Ef til vill gæti hlutlæg at-
hugun leitt í ljós, að þegar tveir
menn standa andspænis hvor
öðrum sem læknir og sjúkling-
ur, verði samskipti þeirra hin
sömu hvernig sem kerfið er.
Vera kann, að meira máli en
staða læknisins skipti þjálfun
hans, afstaða hans til annarra
manna og tíminn, sem hann hef-
ur til umráða. Og rússneskir
læknar virðast vissulega hafa
meiri tíma en læknar hjá okkur.
Þó að ég sé þeirrar skoðunar,
að fyrirkomulagið í Sovétríkj-
unum sé ósamrýmanlegt full-
komnustu læknaþjónustu, gæti
ég ímyndað mér, að sjúkling-
arnir séu stundum ánægðari þar
en hér. Vegna minni vísindalegr-
ar þjálfunar mætti hugsa sér,
að rússneskir læknar hefðu
minni tilhneigingu til að líta á
sjúklinginn sem „sjúkdómstil-
fell“ eingöngu.
I læknisfræði eru öll landa-
mæri ósamrýmanleg nútíman-
anum; en ólíkar aðferðir í mis-
munandi löndum eru mikils
virði, ef hægt er að læra af
þeim. Auk skipulagningar geta
Rússar miðlað okkur af reynslu