Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 95
Kunnur amerískur rithöfundur og háðfugl hefur
safnað í bók sögnm af strákapörum, sem
lifað hafa í minnurn manna.
ókopÖj[
Úr bókinni „The Compleat Practical Joker“,
eftir H. Allen Smith.
Um strákapör.
Ú atorka sem fer til stráka-
para í Bandaríkjunum ein-
um saman tekur fram þeirri
orku, sem varið er til fram-
leiosiu á benzínhlaupsprengjum,
stro'deðrum og sálmabókum
samanlagt. Samt hefur risið
geysileg bylgja andúðar gegn
strákapörum og því fólki, sem
til þeirra hneigist. Að nokkru
leyt má segja að þessi andúð
sé knnnski réttlætanleg; en að
öðrum þræði er hún bæði hjá-
kátleg og yfirdrepsleg í eðli
sínu.
Mönnum hættir til að flokka
alla hrekkjalóma saman sem
grunnhyggna spjátrunga. Til
eru þeir menn, sem hafa samúð
með fjárplógsmönnum, grip-
deildarmönnum og skattsvikur-
um, en má ekki verða til
hrekkjabragða hugsað, hvað þá
heldur meir, án þess að rjúka
upp í vonzku. Athugun leiðir
oftlega í ljós, að þessir menn
eru sjálfir prakkarar, eða þeir
veina að minnsta kosti af hlátri
þegar þeir segja frá strákapör-
um, sem afar þeirra frömdu, eða
vinir þeirra, eða einhverjir
frægir menn, lífs eða liðnir.
Það er ekki fjarri mér að
halda að sökin sé að miklu leyti
málþróunarlegs eðlis. Að hund-
urinn liggi grafinn í sjálfri orð-
myndinni: stráka-par. Þeir
hrökkva í kút þegar þeir heyra
það nefnt og sverja og sárt við
leggja að soddan verknað þekki
þeir ei, og vilji hvergi nærri
koma. En kallaðu það prakk-
arastrik og þá fellur enginn
skuggi á mannorð gerandans.
sem sagt: prakkarinn er kátur
og fyndinn náungi, en strákur-
inn er fífl. Með öðrum orðum;
þú ert beittur stráksskap en þú
leikur prakkarastrik við aðra.
Ég vil taka það skýrt fram
að ég er enginn hrekkjalómur.