Úrval - 01.12.1954, Side 103

Úrval - 01.12.1954, Side 103
STRÁKAPÖR 101 nokkrum dögum í Hollywood, sveipaður skikkju, með vefja- hött og demantskrýddan rýting í belti, og gerðu blaðamenn mik- ið veður útaf honum. Jim Moran réði ráðum sínum. Fyrst af öllu kynnti hann sér háttu og siði hins arabiska kóngaslekts, hirðsiði og matar- ræði. Hann kynnti sér ferðaá- ætlun prinsins, og komst að því að hið konunglega föruneyti myndi hverfa frá borginni til- tekið kvöld — hann vildi ekki eiga á hættu að hlaupa í fasið á Emil Saud sjálfum. Það sama kvöld. sveipaði Jim Moran og þrír vinir hans sig skikkjum, límdu á sig kjálkaskegg og lit- uðu sig í framan. Kvaddir voru til blaðamaður og ljósmyndari frá fréttastofunni Associated Press og þeim skýrt út í æsar frá öllu, sem á döfinni var. Jim safnaði nú saman gimsteinum sínum — tveimur handfyllum af fimmauraglerjum og einum stórkostlegum mánasteini sem kostaði hann 30 dollara og var á að líta sem milljón dollara demantur. Á meðan þessu fór fram var hringt til forstöðumanna Ciro veitingahússins. Krónprinsinn óskaði að koma í veitingahúsið með föruneyti sínu og snæða kvöldverð þá um kvöldið. Prins- inn óskaði eftir sérstöku borði og var tilgreint hvar það skyldi standa. Forstöðumenn Ciro veitingahússins unnu þess dýr- an eið að borðið skyldi hann fá og að gert yrði allt sem í þeirra valdi stæði til þess að heimsókn prinsins yrði eftir- minnileg. Um kvöldið staðnæmdist svo heljarmikill skrautvagn fyrir framan gistihúsið og tveir þjón- ar stigu út úr honum. Þeir skálmuðu inn í veitingasalinn með krosslagðar hendur, litu á aðstæður, kynntu sér einstök atriði undirbúningsins og ræddu við forstöðumennina. Allt virtist vera í lagi og prins- inn og fylgdarmaður hans komu inn og gengu rösklega að borði sínu. Prinsinn og fylgdarmaður- inn settust við borðið, en þjón- arnir tveir tóku sér stöðu fyrir aftan þá. Ciro veitingahúsið var þétt- skipað nafntoguðu fólki þetta kvöld, flestu úr kvikmynda- heiminum, og flest af þessu fólki lét nú háttprýði sína lönd og leið og glápti. Jerry Wald var þarna með hljómsveit sína og eitt sinn er hlé varð á tón- listinni ávarpaði prinsinn ann- an þjónanna stuttaralega, en sá hneigði sig og gekk að hljómsveitarpallinum. Með mjög svo útlendum málhreim tjáði hann Jerry að hans konunglega hátign langaði til að heyra „Begin the Beguine“. Og Jerry heyrði og hlýddi. Hljómsveitin lék lagið, og þegar því var lokið kinkaði krónprinsinn kolli í við- urkenningarskyni. Svo tók hann upp geitarskinnspung úr pússi sínu, opnaði hann og hellti gim-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.