Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 5
.16. ÁRGANGUR O REYKJAVlK O 6. HEFTI 1957
Höfundur ræðir vandamál, sem enn er tæp-
ast brýnt hér á landi, en eigi að
síður er fróðlegt að kynnast.
Einmanaleikinn: ranghverfa horgarlífsins.
Grein úr ,,Dialog“,
eftir Otto Krabbe.
AÐ er vitað mál, að einmana
fólk er til annars staðar
en í stórborgunum. Jafnvel í
jafnþéttbýlu landi og Danmörku
má finna fólk sem býr afskekkt,
langt frá alfaraleið og fjarri
næstu nágrönnum.
Ekki er þó þar með sagt að
þessu fólki finnist það vera ein-
mana, þótt borgarbúinn ímyndi
sér það: „En hvað hér hlýtur
að vera einmanalegt á veturna,"
segir hann títt þegar hann kem-
ur á slíkan afskekktan bæ að
sumarlagi, og hann hugsar:
„Hér hlýtur að vera hræðilegt
að búa“.
Hann gerir sér ekki Ijóst, að
heimili og vinnustaður eru enn
nærri hvort öðru í sveitinni
og hve mjög það vegur upp á
móti því að fjölskyldan býr
landafræðilega afskekkt. Hið
náttúrlega vinnusamfélag bæg-
ir burt einmanakenndina öðru
fremur. Maður þarf líklega að
hafa flutt sjálfur úr sveit í
kaupstað til þess að geta gert
sér grein fyrir hvílík verðmæti
felast í því, verðmæti sem
senda frá sér holl áhrif er
breiðast út eins og bylgjuhring-
ir á vatni og styrkja fjöl-
skyldulífið í öllum myndum
þess.
Þegar við tölum um ein-
angrun mannsins eins og sér-
stakt stórborgarvandamál, er
augljóst að hér er fjallað um
sálrænt ástand, vitund um það
að vera varnað samvista við
aðra, að fá ekki svalað þörfinni
3