Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 93
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
þangað til í haust, þangað til
ég hitti hana aftur.
„Er þér kalt?“ spyr hann
skyndilega.
„Sei sei nei,“ segir hún bros-
andi.
Svo kingir hann. Hann vildi
svo feginn fara úr kápunni og
leggja hana yfir herðarnar á
henni, ekkert vill hann fremur
en hlúa að henni. En þá er henni
bara ekkert kalt. Nei, nei.
,.Sígarettu?“
„Þakka þér fyrir, en nú er ég
búin að reykja svo mikið í
kvöld, ég held, að ég sé búin
að fá dálítinn höfuðverk.“
Svo kveikir hann sér í sígar-
ettu og lítur vandræðalega á
hana. Hann gæti lagt höndina
um ennið á henni og nuddað
hana, ekkert væri honum kær-
ara en nudda á henni gagnaug-
im, en náttúrlega er það afskor-
ið. Strjúka yfir hárið á henni.
Honum liggur við að æpa.
Hann grunar í laumi, að ef
hann reyndi að útskýra tilfinn-
ingar sínar og ráðaleysi fyrir
henni, þá mundi hún ekki skilja
hann. Hann grunar í laumi, að'
hjá eldri konu mætti vænta
skilnings fyrir mann sem er
lamaður af ást og tilbeiðslu, en
ekki hjá ungri stúlku. Hún
myndi kannski skilja það með
heilanum sem vísindalega út-
listun; en ekki viðurkenna það
í hjarta sínu, og ekki láta und-
an. Hann grunar í laumi, að
ung stúlka vilja láta hertaka
sig, að hún gefi sig einungis
ÚRVAE
þeim manni á vald, sem er blóð-
ríkur, sterkur, með hálsinn full-
an af hlátri, manni sem biður
ekki, heldur manni sem heimt-
ar í sigurvímu. Sjálfur getur
hann þetta, gagnvart öðrum
konum, gagnvart konum, sem
eru honum ekki eins mikils virði,
og sem hann kannski lítur dá-
lítið niður á, um herðar þeirra
getur hann lagt handleggina og
látið í Ijós hvers hann krefst.
En ekki hér. Ekki gagnvart
þeirri sem hann elskar. Hana
getur hann ekki snert. Til henn-
ar getur hann ekki talað. Og'
hann er of stoltur til að betla.
Hann situr með hendurnar í
kjöltu sér. Hann kennir til í
kjálkavöðvunum. Hann verður
að beita sig valdi til þess að
fara eklti að glamra tönnum,
af þrá, af hræðslu, af kulda.
Það brá fyrir veikri morgun-
skímu, en þó var enn nótt.
Garðurinn þar sem þau sátu, lá
á hæð; öðrumegin var bærinn
hljóður og sofandi, hinumegin
höfnin með alla bátana í blundi.
Þau sátu á bekknum undir há-
um, dökkum trjánum, hann
fann beiskan, lostafullan eim
vomæturinnar, ilminn af rakri
vomótt. Hann kom svífandi frá
moldinni, frá grasinu, frá blóm-
unum og trjánum, og frá litlu
gruggugu svanatjömunum; frá
hinum fjörm fjöllum sem um-
kringdu bæinn kom eftirlegu-
þefur af vetri, af snjósköflum
sem lágu enn eftir á tindunum;
frá höfninni og firðinum komu
91