Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 48
tFRVAL
MATARÆÐI OG HJARTASJOKDÓMAR
heim við þær staðreyndir sem
ég hef lýst hér að framan held-
ur en sú viðleitni sumra að
skella allri skuldinni á einhverja
sérstaka fæðutegund?
Fjölmargt er enn á huldu.
Til dæmis er kransæðastífla tíð-
ari meðal reykingamanna en
þeirra sem ekki reykja, tíðari
meðal almennra heimilislækna
en sérfræðinga, fátíðari meðal
bænda en annarra stétta með
svipaðar tekjur o. s. frv. Það
mun áreiðanlega korna í ljós, að
hér eru fleiri en ein orsök að
verki.
Það á enn langt í land, að
læknar og vísindamenn geti leitt
okkur í allan sannleika um þessi
Svar við ámumingu.
Irskur járnbrautarverkamaSur kom inn í skrifstofu forstjóra
Illinois Central járnbrautarfélagsins í Chicago með hattinn á
höfðinu, pípuna í munninum og sagði: „Mig vantar farmiða til
St. Louis".
„Hver eruð þér?" spurði forstjórinn hissa.
„Ég er Pat Casey, einn af spormönnunum þínum“.
Forstjórinn þóttist sjá hér tilvalið tækifæri til að kenna starfs-
manni sínum tilhlýðilega kurteisi. „Ég er ekki að segja að ég ætli
að neita beiðni yðar, Pat, en það eru vissar kurteisisreglur sem
þykja tilhlýðilegar þegar menn biðja einhvern að gera sér
greiða. Þér eigið t. d. að berja að dyrum, og þegar ég segi kom
inn, eigið þér að ganga inn, taka ofan hattinn, taka út úr yður
pípuna og segja: „Eruð þér Fish forstjóri ?“ Þá segi ég: „Já,
hver eruð þér?“ Þá segið þér: „Ég er Pat Casey, einn af spor-
mönnunum yðar“. Þá segi ég: „Hvað get ég gert fyrir yður?“
Þá berið þér upp erindið. Nú skuluð þér fara fram og koma inn
aftur og vita hvort þér getið ekki betur".
Spormaður fór. Tveim tímum siðar var barið að dyrum og
Fish forstjóri sagði „kom inn". Inn kom Pat Casey með hattinn
í annarri hendinni og pípuna í hinni. „Góðan daginn", sagði hann,
„eruð þér Fish forstjóri Illinois Central járnbrautarfélagsins ?“
„Já, hver eruð þér?"
„Ég er einn af spormönnimum yðar".
„Einmitt, herra Casey, hvað get ég gert fyrir yður?"
„Þér getið farið til fjandans. Ég er búinn að fá vinnu í Wa-
bash og farmiða þangað". Að svo mæltu fór Pat út aftur.
mál. En mér virðist minni
ástæða til þess að þú gerir þér
áhyggjur út af því hvort meira
eða minna af smjöri eða smjör-
líki er í matnum sem þú borðar,
heldur en því sem vogin segir
um þyngd þína. Og hvernig
væri ef þú legðir bílnum þín-
um eins og fimmtán mínútna
gang frá skrifstofunni eða bíó-
inu í stað þess að aka alveg að
dyrunum? Það mundi mjög
draga úr hættunni á umferða-
stöðvunum, bæði á götum borg-
arinnar og í kransæðum hjart-
ans.
Við samningu þessarar greinar var
mikið stuðzt við grein eftir John
Yodkin prófessor, sem nýlega birtist
í læknablaðinu „Lancet". — Höf.
46