Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 49
Nazistar ráku á stríðsárumim mesta
seðlafölsunarfyrirtæki sem um
g'etur í sögunni.
Stórfeiidasta seðíaföisun sem þekkzt hefur.
Grein úr Harper’s Magazine11,
eftir Murray Teigii Bioom.
HINN 26. maí 1949 sendi dr.
André Amstein, forstöðu-
maður skjalafölsunarskrifstofu
svissnesku lögreglunnar, nokkr-
um starfsbræðrum sínum í
ýmsum vestrænum löndum af-
rit af langri, vélritaðri skýrslu
um starfsemi ,,rnesta skjala-
og peningafölsunarfyrirtækis
fyrr og síðar“. Skýrslan var
merkt ,,Leyndarmál“.
Dr. Amstein er hæglátur lög-
reglumaður og ekki gefinn fyr-
ir stór orð. En ,,Bernhard-að-
gerðin“ (Operation Bernhard),
sem var dulmálsheiti á þessari
peningafölsunarstarfsemi naz-
ista á stríðsárunum, var sannar-
lega ekki smá í sniðum. Hún
var mesta peningafölsun sem
um getur — alls voru falsaðir
brezkir bankaseðlar að upphæð
200 milljónir punda; sem dreift
var víðar og lengur en áður
eru dæmi til; fölsunin var bet-
ur af hendi leyst en áður þekkt-
ist og dreifingarkerfið stærra
cg fullkomnara; tækin voru hin
fullkomnustu og dýrustu sem
nokkur seðlafalsari hefur haft
yfir að ráða. Og í hópi falsar-
anna voru tveir, sem vart munu
eiga sína líka í þessari grein:
Bernie og Solly.
Fyrir vinsemd ónefnds ev-
rópsks lögregluforingja var mér
nýlega leyft að glugga í leyni-
skýrslu dr. Amsteins. Ég hef
einnig aflað mér ýmissa upp-
lýsinga um höfuðpaurana, Ber-
nie og Solly.
Þegar þess er gætt hve stór-
kostleg þessi seðlafölsun var,
er furðulegt að saga hennar
skuli ekki hafa verið sögð fyrr.
Það var gild ástæða til að halda
skýrslu dr. Amsteins leyndri.
Þó ekki væri nema vegna þess
að í henni er skýrt frá tækni-
legum atriðum, er gætu komið
hverjum þeim sem vildi falsa
enska eða ameríska bankaseðla,
að miklu gagni. Englandsbanki
ræðir aldrei opinberlega falska
seðla og galla á þeim, gagn-
stætt því sem tíðkast hjá ríkis-
sjóði Bandaríkjanna.
Fölsun á gjaldmiðli óvina hef-
ur tíðkast í flestum meiriháttar
styrjöldum síðan 1470 þegar
Galeazzo Sforza greifi af Mílanó
notaði hana í stríðinu við Fen-
47