Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 15
MINNSTU MENN JARÐARINNAR
sögn um franska ferðalanginn
Du Chaillu. Hann ferðaðist um
Vestur-Afríku nálægt mið-
baugnum um miðja 19. öld og
hitti þar sunnan við mynni
Ogowe-árinnar ósvikna dverga-
þjóð, hina svonefndu Obongo-
menn. Er hann kom heim, gaf
hann út bók um þessa litlu menn,
en því miður voru frásagnir
hans svo fjarstæðukenndar og
lýsingar hans á dvergunum svo
hlægilegar, að margir lögðu
engan trúnað á þær. En þegar
þýzki landkönnuðurinn Georg
Schweinfw'th kom heim úr för
sinni til Suður-Súdan nokkrum
árum seinna og sagði frá dverg-
um, er hann hafði hitt hjá
konungi Mangbetu-negranna,
gátu menn ekki lengur efast um
tilveru fjölmennrar dvergaþjóð-
ar í frumskógum Afríku.
Eftir því sem fleiri áður
okunn svæði voru könnuð, varð
ljósari vitneskjan urn útlit og
lifnaðarhætti þeirra, er þar
bjuggu. I byrjun 20. aldar höfðu
Evrópumenn loks öðlast all-
glögga þekkingu á dvergunum
og hinni sérstæðu menningu
þeirra. Jafnframt urðu miklar
framfarir í mannfræði og al-
mennri þjóðfræði, svo að þær
gátu nú kallast sjálfstæðar vís-
indagreinar. Samkvæmt þeim
heimildum, er fyrir hendi voru,
lék ekki vafi á því, að dverg-
arnir skipuðu álitlegan sess í
menningar- og þjóðarsögu
mannkynsins og gátu varpað
mikilvægu ljósi á fyrra ástand
ÚRVAL
og þróun mannsins. Kynein-
kenni þeirra eru mjög sterk og
öll menning þeirra bendir á
ævafornaan uppruna.
Um síðustu aldamót, þegar
Evrópumenningin tók fyrir al-
vöru að setja svipmót sitt á
frumstæðar þjóðir um víða
veröld, töldu þeir, er fengust
við rannsóknir í mannvísind-
um, að ekki mætti lengur drag-
ast að fá ítarlega vitneskju um
frumeinkenni dverganna, áður
en þeir hefðu blandast erlendu
blóði. Fremstir í þessum rann-
sóknum stóðu mannfræðing'ur-
inn Eugen Fischer (1911) og
menningarsöguritarinn Wilhelm
Schmidt (1912), er settu á fót
vísindastofnun fyrir mannfræð-
inga. Það er þeim að þakka,
að við þekkjum nú þúsundir
dverga í hitabelti Afríku betur
en marga negraþjóðflokka, sem
þó er mun auðveldara að rann-
saka. En rannsóknir á dverg-
um í Asíu og á Suðurhafseyj-
um eru enn tiltölulega skammt
á veg komnar, þótt vitneskja
okkar um þá hafi aukizt mjög
á síðustu áratugum.
Álíka hrífandi og sögurnar
um dvergana í „álfunni myrku“
eru frásagnirnar um Aétana á
Filippseyjum, fyrstu landnema
Andamaneyja og ýmsa þjóð-
flokka, er lifa í fjallahlíðum í
Indónesíu og á Suðurhafseyj-
um. Einnig þessir ævafornu
þjóðflokkar hafa ekki verið
kannaðir að neinu ráði fyrr en
á síðustu áratugum. Til þess