Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 34
ÚRVAL
MANNAPAR OG MANNLEG SKYNSEMI
trlugði ekki til þess að gera brú.
Hann hafði t. d. ekki vit á að
Ieggja planka milli tveggja lóð-
réttra staura til þess að kom-
ast á ákveðinn stað. Allar slík-
ar tilraunir mistókust.
Simpansar reyna oft að stríða
hver öðrum eða öðrum sem ná-
lægt þeim eru. Það mátti t. d.
sjá þá ganga afskiptalausa um
■— en stökkva síðan allt í einu
út að girðingunni bara til þess
•að hræða einhvern fyrir utan
hana. Sérstaklega höfðu simp-
ansarnir á Teneriffa gaman af
•að stríða hænsnunum sem söfn-
.uðust saman fyrir utan girðing-
.una þegar aparnir voru að éta
matinn sinn, til þess að ná í
mola sem hrökkva kynnu út fyr-
ir. Þetta varð simpönsunum til-
efni þrennskonar leikja, sem
maður hefði ekki að óreyndu
trúað að þeir gætu fundið upp
.á. Fyrsti leikurinn var þannig
.að apinn rétti brauðið út á
milli rimlanna, en þegar lræna
kom til þess að kroppa í það,
.kippti apinn því eldsnöggt að
sér. Annar leikurinn var þann-
!ig, að aparnir tóku upp á því
að fóðra hænsins reglulega af
mat sínum.
Þriðja leiknum er lýst þann-
,ig: Fyrst er hæna lokkuð að
girðingunni með brauðbita, en
um leið og hænugreyið byrjar
grandalaus að kroppa í bitann,
stingur simpansinn með hend-
inni sem laus er (eða annar
simpansi sem situr við hlið
hans, að því er virðist án þess
að skipta sér af leiknum) stinn-
um stálþræði í belginn á hæn-
unni. Skyldleikinn við mann-
leg uppátæki leynir sér ekki
hér.
Simpansar hafa einnig gam-
an af að skreyta sig með því
að hengja á sig ýmis konar dót,
og ef þeir finna hvítan leir
geta þeir fundið upp á að lita
með honum. Þegar þeir hafa
vætt leirmolann í munninum
strjúka þeir með vörunum eða
lófanum hluti sem eru hendi
r.ærri.
En þrátt fyrir allt þetta
leynir sér ekki hinn geysilegi
munur á þessum mannöpum og
jafnvel á allra frumstæðustu
þjóðum sem við þekkjum. Ekki
er hægt að greina hjá mannöp-
um hinn minnsta vott neins-
konar menningarþróunar
blátt áfram af því að undir-
stöðuþáttur skynseminnar —
„hugmyndalífið“ — er á allra
frumstæðasta stigi, og af því
að þá skortir mikilvægasta
hjálpartækið, sem er málið.
Hið síðara hefur að vísu frá
gamalli tíð verið umdeilt. Hafa
aparnir kannski sitt eigið mál?
Ýmsir vísindamenn fullyrða
svo. Amerískur dýrafræðingur,
R. L. Garner, taldi sig þegar
um aldamótin geta fullyrt, að
aparnir hefðu raunverulega sitt
eigið mál, og taldi hann sig
hafa fundið hina lögmáls-
bundnu byggingu þess. En at-
huganir hans, sem hann hafði
gert í frumskógum hitabeltis-
32