Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 62
TjRVAL
ur kolaofn, og sprungurnar og
kvistgötin í grófum húsgögnun-
um breyttu um lögun. Allt í
einu kalíaði Masha: „Mér finnst
ég vera kjúklingur.“ Við fór-
um báðar að skellihlæja, þetta
var svo voðalega fyndið. Ég
lokaði augunum til hálfs og
sneri andlitinu til veggjar. Sem
snöggvast fannst mér vera
ljómandi fallegt veggfóður á
múrnum, en það var ekki nema
andartak, því að veggurinn var
skyndilega horfinn og ég barst
út í bláinn, lengra og lengra,
eins og ég væri borin af græn-
um. gagnsæjum bylgjum.
Ég vissi ekki, hve langt ég
fór. Ég kom til Lascaux-hell-
anna í Dordogne í Frakklandi.
Þangað höfðum við hjónin
komið áður, og ég þekkti und-
ir eins aftur stóru steinhvelf-
inguna uppi yfir mér og mál-
verkin á veggjunum, sem hell-
isbúarnir höfðu gert, fallegar
en einfaldar myndir af hestum,
vísundum og dádýrum. Mvnd-
irnar voru jafnvel enn fegurri
en í raunveruleikanum. Um þær
lék glampandi, kristalstært
Ijós.
Ég lá nú máttvana í svefn-
poka mínum, en mér var vel
heitt. Hugur minn var í sælu-
vímu, og mér fannst eins og sál-
in hefði svifið til himna, en
líkami minn væri einungis
tómt hismi, er skilið hefði verið
eftir á leirgólfinu í kofanum.
Samt hafði ég fulla meðvitund.
Ég vissi nú livað töfralækn-
DRAUMASVEPPIRNIR 1 MEXÍKÓ
arnir áttu við, þegar þeir
sögðu: „Sveppurinn gefur þér
innsýn í guðlega heima.“
Nú sá ég Versali, eins og
þeir litu út á 18. öld, þegar
Loðvík fimmtándi og hirð hans
réðu þar ríkjum. Það var ver-
ið að halda mikinn og glæsileg-
an dansleik. Hundruð karla og
kvenna í skrautlegum búning-
um dönsuðu menúett eftir
Mozart, og kjólaslóðarnir og
púðruðu hárkollurnar, er voru
þá í tízku, gáfu öllu sérstak-
an blæ. í loftinu mátti sjá stóra
og fagra ljósakrónu, og gler-
strendingar hennar stráðu
grænni og bláleitri birtu yfir
salinn.
Ég kipptist við, er ég sá all-
an þennan glæsileik og litadýrð.
Allt bar vott um óþrjótandi
auðæfi, og slíka fegurð sem
þessa hafði ég aldrei getað í-
myndað mér. Á hiliu við dyrn-
ar. sem lágu inn í danssalinn,
stóðu tvær örlitlar styttur úr
postulíni og klæðnaður þeirra
var sá sami og tíðkaðist á dans-
leikjum átjándu aldarinnar.
Þegar ég gáði betur að sá ég,
að þetta var ég og systir mín.
Við vorum líka að dansa menú-
ett.
Sviðið breyttist. Nú var ég
stödd í veglegri, spánskri
kirkju. Ég var alein. Dökkur
viðurinn í veggjunum var hag-
anlega útskorinn, málaðar
gluggarúðurnar hleyptu inn
undarlegu, töfrandi Ijósi. Fyrir
framan mig sá ég stórt Krists-