Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 99
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
„Ertu að gráta?“
„Ef svo er,“ sagði ungi mað-
urinn, honum var erfitt um mál,
„ef svo er, þá er ég s-s-stoltur
af tárum mínum. Þessi nótt var
stærsta nótt lífs míns. Ég er
þakklátur fyrir að mega gráta
út af konu.“
Hann kingdi með erfiðismun-
um, honum var mjög erfitt um
mál: „Ég hélt, að sameining
tveggja líkama væri takmarkið.
Nú veit ég hún er tækið. Ég
hélt, að lostinn væri allt. Nú
veit ég, að lostinn er aðeins for-
dyrið. í nótt hef ég gengið á
heilagri jörð.“
Hann leit upp. Hann var einn.
Hann stóð einn á fiskitorginu,
í smóking, á vormorgni í ljósa-
skiptunum. Sólin var þegar tek-
in að gylla fjallstindana fyrir
ofan bæinn; hún sökkti sér nið-
ur yfir bæinn, þa,ð var eins og
að horfa á rósrauðar gripklær
fugls fikra sig hægt niður hús-
þökin; úr glugga hátt uppi brá
fyrir sólarleiftri, sem stakk
hann í augun.
Þá fór hrollur um unga mann-
inn, því það hafði verið eins og
leiftur frá roðasteini.
Fyrsta ár hans, úrslitaár
æsku hans, var á enda runnið.
Annarri lotu í ævi hans var
lokið.
Andartak minntist hann allra
þeirra, sem hann hafði verið
með í Hesthúsinu. Hann hugs-
aði: þar var ég með félögum,
ÚRVAL
og meöal félaga; en var ég sjálf-
ur félagi?
Maður kom gangandi niður
götuna. Bærinn var vaknaður
til nýs dags. Maðurinn vann
vaktavinnu; hann var með der-
húfu, frakkalaus. Undir hend-
■inni hélt hann á veldissprota
hins skandínavíska iðnverka-
rnanns: gömlu, samanbrotnu
skjalatöskunni, sem hann bar
í matarpakkann sinn og hita-
flöskuna.
f sömu andrá kom fyrsti spor-
vagninn. Hann kom akandi nið-
ur brekkuna. Verkamaðurinn
gekk yfir götuna fyrir framan
sporvagninn. Um leið og vagn-
inn ók framhjá, kastaði verka-
maðurinn kveðju á vagnstjór-
ann. Það var greinilegt, að þeir
þekktust. Verkamaðurinn lyfti
hendinni í bróðurlegri félags-
kveðju, vagnstjórinn svaraði í
sömu mynt.
Ungi einstæðingurinn kingdi
með erfiðismunum, hann hafði
séð andlit þessara ókunnugur
manna. Andlit þeirra og kveðj-
ur höfðu í svipleiftri fært hon-
um boð um friðsama, auðuga,
unaðslega samkennd.
Coda.
(Dionysos gerist pögull).
Seinna meir gerðist hann þög-
ull gagnvart konunni, sem hann
unni.
Hann var þögull um haustið,
eftir að hann var kominn aftur
97