Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 33
MANNAPAR OG MANNLEG SKYNSEMI
ÚRVAL
teknum greindarprófum kom-
ust starfsmenn stofnunarinnar
E.ð þeirri niðurstöðu, að mann-
aparnir séu gæddir ,,viti“ að
vissu marki. Simpansarnir eiga
t. d. hægt með að „apa eftir“
það sem þeir botna eitthvað í,
en eiga mjög erfitt með að leysa
af hendi það sem þeir skilja
ekki.
,,Vit“ eða ,,innsýn“ hjá dýr-
um er innifalið í hinu víðtæka
hugtaki sem vér nefnum
„greind“. Innsýn er alger and-
stæða „eðlishvatar" — og einn-
ig tamningar, sem ekkert á
skilt við greind. Sú skoðun,
að hinir svonefndu mannapar
(simpansar, órangútang, górill-
ur og gibbonar) séu viti gædd-
ir að vissu marki er engan veg-
inn almennt viðurkennd, en þó
hafa ýmsir merkir dýrafræð-
ingar hallast að henni.
Simpansarnir á Teneriffa
voru látnir fá til úrlausnar
verkefni, sem lágu algerlega
utan við reynslusvið þeirra, og
þeir urðu sjálfir að leysa þau,
án þess að geta stuðzt við með-
fædda eiginleika eða venjur. Að
vísu neyttu simpansarnir ekki
alltaf þeirra ráða sem mönnun-
um virtust hentugust, en í
hegðun sinni létu þeir þó alltaf
stjórnast af einhverjum skiln-
ingsvotti á því hvað væri hent-
ugt eða óhentugt fyrir þá. En
bæði að greind og skapgerð
voru dýrin næsta ólík hvert
öðru.
Athyglisverðastar voru hindr-
unartilraunimar, sem voru í því
fólgnar, að eitthvað eftirsóknar-
vert fyrir dýrið var látið bak við
hindrun, en þó þannig, að dýrið
gat séð það, en komst ekki að
því nema krækja fyrir hindrun-
ina.
Heilbrigt fimmtán mánaða
gamalt barn finnur strax leið-
ina til tálbeitunnar — hver sem
hún er. En sjái hæna fóður-
trog á bak við netgirðingu
bleypur hún ráðalaus fram og
aftur og gerir ítrekuð áhlaup
á girðinguna. Sé girðingin stytt
að marki, kemst hænan einnig
fljótlega upp á að krækja fyrir
hana. Simpansarnir eru fljótir
að læra að taka á sig alllang-
an krók til að komast fyrir
hindrunina.
Að búa til og nota hentugt
verkfæri til að ná settu marki
er ótvírætt framfaraspor. Með
því að nota prik gátu aparnir
t. d. náð banana, sem lá fyrir
utan girðinguna. Lægi hann
lengra burtu settu þeir saman
tvær eða þrjár bambusstengur
til þess að geta náð lengra.
Væri tálbeitan sett hærra en
svo að simpansinn næði til henn-
ar, náði hann sér í kassa til að
standa á, og ef grjót var í kass-
anum, tíndi hann úr honum
nægilega mikið til þess að hann
gæti dregið hann. Og ef einn
kassi dugði ekki, gat hann fund-
ið upp á að ná sér í annan til
að setja ofan á hinn og jafn-
vel fleiri ef með þurfti.
En skynsemi simpansans
31