Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 11
EINMANALEIKINN: RANGHVERFA BORGARLlFSINS
tTRVAL
vel í London hefur skipulagið
verið tekið til gagngerrar end-
urskoðunar með það fyrir aug-
um að kljúfa þetta mikla bákn
í smærri bæjarfélög, er geti
starfað sem sjálfstæðar heildir
og þannig orðið betri staðir til
að búa í.
Eins og áður segir er það
nú viðurkennt, að samfélagið
verði að leggja fram sinn skerf
til þess að rjúfa einangrun
mannsins með því að skapa hon-
um ytri skilyrði til þess að kom-
ast í lifandi tengsl við annað
fóik. En enginn skyldi halda
að þar með sé allur vandinn
leystur. Jafnvel ,,velferðarríkið“
getur ekki leyst þessi mjög svo
persónulegu og margvíslegu
vandamál. Virk þátttaka borg-
aranna er frumskilyrði. Það er
ekki hægt að rjúfa einangrun
manns sem ekki vill sjálfur
hjálpa til.
Hér er drepið á atriði sem
getur verið viðkvæmt mál. Ég
á við það sem við köllum um-
burðarlyndi. Ef við viljum eiga
samskipti við annað fólk, verð-
um við að sætta okkur við að
það sé öðruvísi en við sjálf;
við verðum að reyna að skilja
hversvegna það er öðruvísi og
taka því eins og það er. Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að
oft á tiðum er meginorsök ein-
manaleikans sú, að við viljum
ekki eiga saman að sælda við
fólk sem er öðruvísi en við. Þá
viljum við heldur vera út af
fyrir okkur: við einangrum
okkur.
Margir hafa aldrei reynt hve
skemmtilegt og hugtækt það
getur verið að kynnast náið
mönnum sem eru ólíkir manní
sjálfum. Það getur verið eins og
könnunarferð þar sem margt
óvænt og spennandi gerist á leið-
inni: Hversvegna hugsar hún
öðruvísi um stjórnmál og krist-
indóm en ég? Hversvegna eyðir
hann frístundum sínum svona
gjörólíkt því sem ég geri?
Hversvegna ala þau upp börnin
sín öðruvísi en ég?
Líf verður ekki til við það að
tvennt eins, heldur tvennt ó-
líkt, mætist. Þetta á ekki ein-
ungis við í líffræðinni, heldur
einnig í mannlegum og miklu
víðari skilningi. Andlegt líf
þróast við átök milli ólíkra
hugsana og tjáningarforma.
Persónuleiki mannsins þroskast
af samskiptum við annarsltonar
persónuleika, en vissulega ekki
við það að einangra sig.
Samfélag við aðra krefst um-
burðarlyndis og hreinskilni.
Það ætti að stofna „Lands-
samband til baráttu gegn ein-
angrun mannsins“ undir kjör-
orðinu „líttu inn til nágrann-
ans“ eða öðru því líku.
I borgunum er það enn í dag
almenn skoðun, að það sé fíní
að hafa engin afskipti af ná-
grönnum sínum. „Ég lifi kyrr-
látu lífi og held mér út af fyrir
mig, ég á ekkert saman við ná-
grannana að sælda."
s