Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 46
TJRVAL
MATARÆÐI OG HJARTASJÚKDÓMAR
einum undantekningum kemur
í Ijós, að því meiri sem sykur-
neyzlan er því tíðari eru dauðs-
föll af völdum kransæðastíflu.
Freistandi er að draga af
þessu svofellda ályktun: það er
of mikil sykur- og próteinneyzla
sem veldur kransæðastíflu. En
þetta er einmitt samskonar á-
lyktun og menn hafa dregið af
fituneyzlu, og að mínu viti er
hún algerlega röng.
Við skulum gera samanburð
á fleiri sviðum áður en við drög-
um ályktanir. Eins og áður seg-
ir ætluðum við líka að gera
samanburð á stétturn í sama
landi og athuga breytingar á
mataræði á tilteknu árabili.
Yfirleitt er fitu-, prótein- og
sykurneyzlan meiri í þeim
löndum sem betur eru stæð.
Það bendir til, að það sem máli
skiptir sé ekki hverskonar mat
við borðum heldur hvernig við
erum efnalega stæð. Þessa á-
lyktun styður sú staðreynd, að
samband er á milli dauðsfalla
af völdum kransæðastíflu og af-
komu manna í sama landi. Hér
í Bretlandi eru það yfirleitt
þeir sem betur eru launaðir sem
helzt eiga á hættu að fá krans-
æðastíflu. Kransæðastífla. er
helmingi fátíðari meðal ófag-
lærðra verkamanna en embætt-
is- og yfirmanna. Munurinn á
mataræði þessara stétta er þó
ekki mikill. Auðmenn landsins
borða aðeins um 10% meira af
fitu en hinir fátækustu.
Það er því ólíklegt að fita,
eða dýrafita sérstaklega sé meg-
inorsök sjúkdómsins. Smjörlíki
getur alls ekki verið söku-
dólgurinn, því að fátækt fólk
borðar yfirleitt meira af smjör-
líki en ríkt. Sykurneyzlan virð-
ist ekki fara eftir tekjum
n;anna, og því verður sykrinum
naumast kennt um.
Við skulum þá að lokum at-
huga hverjar breytingar hafa
orðið á mataræði ensku þjóð-
arinnar síðasta aldarfjóröung-
inn. Árið 1928 var byrjað að
skrá kransæðastíflu sem sér-
stakan sjúkdóm á dánarmeina-
skýrslum. Síðan hefur dauðs-
föllum af hennar völdum far-
ið jafnt og þétt fjölgandi og
eru nú sex til átta sinnum tíð-
ari en fyrir aldarfjórðungi.
Fituneyzlan, einkum dýra-
fitu, jókst jafnt og þétt fram
að stríðsárunum, en mest allt
skömmtunartímabilið, sem stóð
frá 1940 til 1954, dró úr fitu-
neyzlunni, einkum dýrafitu.
Smjörlíkisneyzlan jókst einnig
jafnt og þétt fram að styrjöld-
inni, en þó langmest á stríðs-
árunurn. Af dánarmeinaskýrsl-
um má sjá, að dauðsföllum að
völdum kransæðastíflu fækka
örlítið á árunum 1941, 1942 og
1943.
En ef við snúum okkur nú
frá matnum og lítum á önnur
lífsins gæði, þá rekum við okk-
ur á næsta athyglisvert fyrir-
brigði. Það kemur sem sé í ljós,
að á árunum 1928 til 1954 er
mjög náið samband milli fjölda
44