Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 27
TILHUGALlF 1 ÝMSUM LÖNDUM ÚRVAL
meginlandsins sé ennþá gild á-
stæða til slíks. Munurinn á
hegðun er sem sé einungis til-
kominn við upphitun húsa. Það
er öll rómantíkin.
Karlmaðurinn í Ameríku hef-
ur um langt árabil lifað til-
hugalífi sínu við notalegar að-
stæður og þannig tileinkað sér
mjög árangursríka tækni, sem
líklega er skýringin á hinum
mörgu hjónaböndum amerískra
hermanna í öðrum löndum, sem
lesa má um í blöðum í Eng-
landi þar sem ég bý.
Á stríðsárunum var eitt sinn
haldinn opinber fundur þar sem
brezkir hermenn ræddu um það
hversvegna brezkar stúlkur
væru jafnsólgnar í að ná sér í
Ameríkana og raun er á. Mörg
beisk orð féllu í þessum um-
ræðum. Einn brezkur liðsfor-
ingi sagði m. a.:
„Skýringin á þessu er ósköp
einföld. Hún er sú, að þeir hafa
meiri laun en við. Auðvitað vill
stelpa heldur vera með strák,
sem getur boðið henni í leik-
hús og síðan út að borða á eftir,
áuk þess sem hann gefur henni
fallegar gjafir. Föðurlandsást
dugir ekki í þessu sambandi.
Heldur ekki útlit. Ameríkanarn-
ir hafa meiri peninga en við,
það er öll gátan.“
Áheyrendur tóku undir þetta
í gremjutón, en þá stóð upp
stúlka í einkennisbúningi flutn-
ingadeildar hersins. „Ég mót-
mæli þeirri aðdróttun,11 sagði
hún, „að brezkar stúlkur séu
falar fyrir fé. Það eru kannski
til einstaka undantekningar, en
ég tala ekki aðeins fyrir mig,
heldur mikinn meirihluta enskra
stúlkna þegar ég segi, að þeim
er sama hvaða laun maðurinn
hefur. Það er eitthvað annað,
Ég segi fyrir mig, að það læt-
ur mig ekki ósnortna þegar
karlmaður segir við mig:
„Halló, fagra mær!“
Karlmennirnir á fundinum,
sem aldrei á ævinni höfðu látið
sig dreyma um að segja við
stúlku, „halló, fagra mær!“,
urðu sem þrumulostnir. Von-
andi hefur þetta orðið þeim
þörf lexía, en þjóðareinkennum
verður ekki breytt í einni svip-
an. Amerísk stúlka, sem stödd
var í Englandi og þekkti þessa
sögu, hitti kunningja sinn, ung-
an Englending, sem var stúr-
inn á svip.
„Hvað er að?“ spurði hún.
Hann sagði henni, að stúlkan
sín hefði hlaupist á brott með
Ameríkumanni. Hún sagði hon-
um þá frá umræðufundinum og
hvað stúlkan hefði sagt þar.
Hann starði á hana skilnings-
sljóum augum.
„Sjáið þér ekki hvaða lærdóm
má draga af þessu?“ spurði
stúlkan.
„Jú -—• en stúlkan mín er
éngin fegurðardís!"
Karlmenn á meginlandinu
myndu ekki kannast við þá
mynd sem ég hef dregið upp
af amerískum karlmönnum. Að
25