Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 37
HTÐ TVÖFALDA ANDLIT BANDARlKJANNA
TJRVAL
eldra minna og ég blátt áfram
öskraði í símann: Eg vil eklú
húa lengur t þessu landi, ég
œtla að segja upp ríkisborg-
ararétti mínum. Maðurinn
minn og ég vorum á fótum í
alla nótt . . .
Hún segir frá öllu af miklum
ákafa, en þó í hálfkæringi: það
var eins og martröð . . .
Maður hennar er sálfræðing-
ur. Stjórnin ætlaði að veita hon-
um vinnu í útlöndum — en fyrst
þurfti alríkislögreglan að gera
sínar leynilegu athuganir: hann
skyldi þó ekki vera kommún-
isti?
Nei, hann var öruggur. En þá
konan hans? Ef til viil hafði
hún kynnzt einhverjum komm-
únista á fjórða áratugnum? 1
gær var bóndi hennar kvaddur
til Washington. Hún býst ekki
við að hann fái starfið.
Við tölum við hana í klukku-
tíma; í lífi hennar hefur hið
ótrúlega gerzt; það sem þau
töldu í senn hlægilegt og skelfi-
legt var satt.
— Vitið þið hvað varð okk-
ur að falli? Fyrir tíu árum
fórum við í samkvæmi þar sem
Paúl Róbeson söng. TJti fyrir
húsinu var á vappi maður úr
alríkislögreglunni og skrifaði
hjá sér bílnúmerin.
Paul Robeson er kommúnisti
Þess vegna hlýtur hver sá sem
hlustar á Paul Robeson syngja,
að vera kommúnisti. Kommún-
isminn er sjúkdómur sem breið-
ist út við snertingu.
Það versta er að enginn get-
ur nokkum tíman þvegið sig
alveg hreinan af öllum áburði.
Hversu mörg dæmi sem hún
tilgreindi, og hvesru einlæg sem
hún virtist vera, þá gátum við
samt ekki vitað hvort hún
hylmdi ekki yfir eitthvað . . .
Það er vissara fyrir nágranna
hennar að sneiða hjá svona
fólki.
3.
Aftur og aftur rekst maður
á þennan tvískinnung í Banda-
ríkjunum. Frelsi. Og fjörráð við
frelsi.
Skoðanaofsóknir. Og lifandi
ádeila á hvers konar skoðana-
of sóknir!
AIIs staðar blasir við tvöfalt
andlit:
Sama þjóðin sem varpaði
kjarnorkusprengju á Hírósíma
og Nagasakí, flytur heim til
sín 1956 hóp af limlestum jap-
önskum stúlkum til læknisað-
gerða. Stúlkurnar gráta af gleði
í sjónvarpinu. Dagblað skrifar
að þær séu sáttanefnd milli
þjóðanna.
Og það fer hrifningaralda yf-
ir landið.
Einn daginn heyrum við nýja
skelfingarsögu, áþekka sögunni
af fjölskyldu D. Maður í alrík-
islögreglunni hótar fjölskyldu
því að heimilisfaðirinn skuli
missa vinnuna, ef hann gefur
ekki upp nöfn gamalla kommún-
ista í hópi vina sinna. — í Sví-
þjóð var altalað, áður en við
35