Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 54
■0RVAL
STÓRFELLÐASTA SEÐLAFÖLSUN SEM ÞEKKZT HEFUR
ingamál landsins. Afganginum
var síðan fleygt.
Títupriónum var stungið í
góðu seðlana til þess að þeir
sýndust notaðir. (Enskir banka-
gjaldkerar hafa áratugum sam-
an haft þann sið að næla sam-
an seðla). Að lokum voru
seðlabúnkarnir sorfnir með þjöl
á brúnunum til þess að svo liti
út sem pappírinn væri hand-
gerður. Þá voru þeir settir í
sterka græna pappírspoka með
áprentuðum heimilisföngum
þýzkra sendiráða í Svíþjóð,
Sviss, Spáni, Tyrklandi og
Portúgal. Pakkarnir voru send-
ir með diplómatapósti.
Dreifing seðlanna í hagnaö-
arskyni var erfið. Með því að
boi'ga njósnurum, skemmdar-
verkamönnum og kvislingum
með fölsimm seðlum sparaðist
dálítið af erlendum gjaldeyri,
sem nazistar voru fátækir af,
en það færði þeim hvorki gull
né gjaldeyri upp í hendurnar.
Fyrsta tilraunin til stórfeldrar
dreifingar var reynd í Frakk-
landi sumarið 1943. Um 100.000
seðlar, mest 5-punda, voru send-
ir í franskan banka með nokkr-
um starfsmönnum VI F 4 og átti
að skipta þeim fyrir útlendan
gjaldeyri. En starfsmenn þýzku
herstjórnarinnar fréttuum þetta
sama daginn og stungu franska
bankastjóranum og hinum
þýzku vinum hans í fangelsi.
Jafnilla tókst til í Grikklandi.
Loks gaf Walter Funk efna-
hagsmálaráðherra út fyrirskip-
un um, að framleiðsla ,,Bern-
hard-aðgerðarinnar“ skyldi
ekki nota í neinu landi, sem
hernumið væri af Þjóðverjum.
Slíkt gæti „eyðilagt gjaldeyri,
sem við erum að reyna að
tryggja."
Loks kom braskari frá Suður-
Bayern, Friedrich Schwend að
nafni, til sögunnar og tók að
sér að skipuleggja dreifinguna.
Schwend fékk í sinn hlut þriðj-
ung af heildartekjunum, en þar
í mót tók hann á sig alla
áhættu af dreifingunni. Hann
komst brátt í samband við hóp
manna víða um lönd. Flestir
voru hótelstjórar í Svíþjóð,
Sviss, Portúgal og Spáni; tveir
voru bankastjórar, einn sviss-
neskur og annar ítalskur. Þess-
ir umboðsmenn tóku fjórðung
í sinn hlut, en ui’ðu jafnframt
að taka á sig alla ábyrgð og
áhættu.
Schwend tók á leigu tvö skip
frá hlutlausum þjóðum og hafði
í förum frá Genúa og Triest
til Spánar og Portúgal og til
Norðurafríku eftir innrás
bandamanna þar. Tókst honum
ao koma miklu af fölskum seðl-
um í verð á þe'oum stöðum.
Greiðslu tók hann mest í .gull-
stöngum, demöntum, dollurum
og svissneskum frönkum.
I apríl 1943 hafði Englands-
banki fengið grun um að stór-
felld seðlafölsun væri í gangi.
Teljendur hans fóru að rekast
á tvo seðla með sama númeri
og tóku einnig eftir, að svörtu
52