Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 71
HÆTTUR Á VEGI GEIMFARANS
kynni að valda alvarlegum,
staðbundnum skemmdum.
Geimfarinn verður að gera sér
liósa þá hættu, sem hann á í
vændum í þessu efni, alveg eins
og hann vegur og metur hætt-
una af loftsteinunum. Hálf-
velgja í varnaraðgerðum gegn
geimgeislum er hættulegri en
engin vörn. Hún myndi ein-
ungis lækka geislaorkuna niður
á það stig, sem gefur hæsta
hleðslu, og þá er voðinn vís.
Áður en tíkin Laika var
send upp í háloftin, hafði flug-
her Bandaríkjanna og fleiri að-
ilar gert tilraunir með dýr í
loftbelgjum, í því skyni að
reyna næmi þeirra fyrir geim-
geislum. Apar voru t. d. hafðir
í 63 klukkustundir í tuttugu
mílna hæð til að komast að
raun um, hvort hinar óbætan-
legu taugafrumur þeirra hefðu
skaddast, en prófun á skynj-
unarhæfileikum þeirra eftir á,
leiddi ekkert óvenjulegt í ljós.
Miklu jákvæðari árangur fékkst
af athugunum á svörtum mús-
um. Hár þeirra varð grátt á
ýmsum stöðum vegna skemmda
á litarfrumunum. Pjatla af mús-
arskinni, er sett var í einn loft-
belginn og síðan grædd á dýrið
að nýju, olli æxlismyndun. Hins
vegar varð engra erfðaáhrifa
vart hjá þúsund bananaflugum,
sem sendar voru út fyrir gufu-
hvolfið, kannski vegna þess, að
flugurnar voru of fáar.
Mælingar á geimgeislum, sem
gerðar eru með tækjum í gervi-
ÚRVAL
tunglinu og útvarpað til jarð-
srinnar, munu gefa dýrmætar
upplýsingar um eðlisstyrkleika
geimgeislanna. En endurheimt
tilraunadýrs eftir nokkurra
daga ferðalag í gervihnetti væri
svo mikilvæg fyrir athuganir á
líffræðilegum áhrifum geisl-
anna, að sovézku vísindamenn-
irnir hljóta að reikna með henni
í áætlunum sínum.*
En viðbrögð hundsins við
augljósari atriðum geimflugs-
ins eru ekki síður mikilvæg.
Hann lifði af hraðaaukningu
eldflaugarinnar við uppskotið,
og það er ástæða til að ætla, að
mannlegar verur geti það líka.
Ef maðurinn liggur þannig í
geimflauginni, að höfuðið er á
undan, veldui' hraðaaukning
sem nemur 4 E (þ.e. fjórföld-
um hraða þyngdaraflsins) móðu
fyrir augum og síðan meðvit-
undarleysi, vegna þess að hjart-
að getur ekki dælt nægu blóði
upp í höfuðið. Séu hins vegar
fæturnir á undan, streymir of
mikið blóð til höfuðsins og það
veldur yfirliði við hraðaaukn-
ingu 2—3 E. Meiri aukning á
hraða hefur í för með sér skjót-
an dauða. En þó er munur á,
hvort maðurinn liggur í eld-
flaugarstefnuna eða þvert á
hana. Við síðarnefndar aðstæð-
ur þolir líkaminn allt að 10 E
hraðaaukningu stuttan tíma, og
* Eins og kunnugt er af fréttum,
tókst þetta ekki, og Laika varð að
fórna lífi sínu á altari vísindanna.
- Þýð.
69