Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 40
©RVAL
HIÐ TVÖFALDA ANDLIT BANDARÍKJANNA
eina stórveldi hnattarins. Að-
eins tveim þrem árum síðar
hófust kommúnistaofsóknirnar.
Nú á dögum er Kommúnista-
flokkurinn ekki lengur fiokkur;
lögin skilgreina hann sem „sam-
særi“.
Þetta er auðvitað beint brot
á frelsishefð Bandaríkjanna. Er
hægt að nefna slíkar aðgerðir
sjálfsvörn lýðræðisríkis gegn
öflum sem vilja steypa lýðræð-
inu? Það er reyndar fjarri lagi
að ætla að kommúnistískt sam-
særi gæti kollvarpað stjórn
Bandaríkjanna. Og vísindamenn
sem við hittum í Los Alamos
álitu að atómnjósnarar eins og
EQaus Fuchs hefði getað selt
fátt eitt í hendur Rússa.
En liðsmenn McCarthys
geta enn beitt kommúnistagrýl-
unni — á fleiri sviðum:
Ögrunin við eigin lífshætti.
óhjákvæmilegar, hófsamar
myndir þjóðnýtingar (alþýðu-
tryggingar!) vekja strax tor-
tryggni hjá sönnum Ameríku-
manni. Öttinn við „sósíalisma"
og „kommúnisma" grær í frjórri
jörð: samblandi af hugsjóna-
legri andúð á allri íhlutun
stjórnarvaldanna og eigin-
gjamri varðstöðu einstaklings-
ins mn velgengni sína.
En ennþá sterkara hreyfiafl
er líklega vonbrigðin, sem
breytzt hafa í reiði.
Forfeður okkar komu hingað
til þess að flýja málefni Evr-
ópu — styrjaldir hennar og af-
glapahátt. Tvisvar höfum við
neyðzt til þess að skipta okkur
af málefnum Evrópu — til
þess að geta búið við frið á
hnettinum. Við fórnuðum blóði
og peningum og mörgum af
drengjunum okkar — en fómin
var ekki til neins. Því eftir
Hitler kom Stalín.
Þau vonbrigði, að fómin í
stríðinu var „ekki til neins“,
geta að minnsta kosti skýrt
örvæntingnna í kommúnistaof-
sóknunum; bak við heiftina býr
angist og ótti einstakra Ame-
ríkumanna við mátt Sovétríkj-
anna; við að veröld þeirra
sjálfra verði lögð í rúst: hús
þeirra, heimili þeirra.
Þá nægja kommúnistar einir
ekki sem orsök; tökum alla sem
efast um ríkjandi stjórnarfar:
hægfara menn, frjálslynda sós-
íaldemókrata, svertingjavini,
háskólamenn; söfnum þeim öll-
um í einn hóp og köllum þá
„óameríska" — þetta eru þeir
sem bera ábyrgð á heimsvoð-
anum.
Þessi ofsókn á hendur þeim
sem hugsa öðru ví'si; þetta hat-
ur á „óamerískum“ mönnum;
þessi vaxandi samstokkun allra,
sem svo margir frjálslyndir
menn kvarta yfir í Bandaríkj-
unum — allt þetta er í sker-
andi mótsögn við baksvið þess-
arar þjóðar, sem fór hingað í
upphafi til þess að hver og einn
gæti þjónað guði sínurn, til þess
að hver og einn gæti séð fyrir
sér, án íhlutunar konungs eða
ríkis.
38