Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 60
í>etta er sönn frásögn byggð á reynslu
höfundar, sem er starfandi læknir
í afskekktu þorpi í Mexíkó.
Dranmasveppirnir í Mexíkó.
Grein úr „This Week Magazine“,
eftir Valentina P. Wasson.
r r
EG lá í svefnpokanum min-
um á röku leirgólfinu í kof-
anum og sneri andlitinu að
hrjúfum, þversprungnum veggn-
um. Nokkrum mínútum áður
hafði ég borðað fimm pör af
hinum heilögu mexíkönsku
sveppum. (Þeir eru alltaf taldir
tveir og tveir saman). Ég reyndi
allt hvað ég gat til að hafa
stjóm á sjálfri mér, en vissi
þó ósköp vel, að vitund mín
drógst stöðugt fjær þessum
heimi og langt inn í undarlega,
óþekkta veröld. Þetta var geð-
klofi — sjúkdómstilfelli, sem ég
hafði orðið mér úti um af fús-
um og frjálsum vilja.
Þó að maðurinn minn hefði
hrúgað ofan á mig öllum þeim
ábreiðum, sem til náðist, var
mér enn kalt. Ég var eins
og milli svefns og vöku, og ég
fór að velta fyrir mér, hvemig
þetta fallega veggfóður hefði
verið límt þarna á vegginn al-
veg við nefið á mér. Ég dáðist
að silfurgljáandi, grænu
mynztrinu og handbragðinu,
sem var hreinast snilld, en svo
hvarf það allt í móðu og ég sá
aðeins skítugan múrvegginn
fyrir ofan mig. Skyndilega varð
ég gripin hræðslu. En þá var
um seinan að snúa við.
Síðustu dagana höfðu maður-
inn minn og Allan Richardson,
ljósmyndarinn okkar, tekið þátt
í hinni heilögu sveppahátíð und-
ir leiðsögn shamansins, sem er
hvort tveggja í senn: prestur
og læknir; í þetta sinn var það
kona, er stóð fyrir þessari æva-
fornu helgiathöfn Mixeteco-
manna.
Þegar þeir félagar höfðu
fylgzt með athöfninni og borð-
að sveppina, tóku þeir að sjá
hinar furðulegustu sýnir og
fundu til einkennilegrar vellíð-
unar, og það var auðvelt að
ímynda sér það vald, sem þess-
ir „heilögu sveppir" höfðu haft
á þessa afskekktu, frumstæðu
þjóð öldum saman.
Nú lék mér forvitni á að vita,
hvort áhrifin af sveppunum
stöfuðu af sjálfsefjun eða öðr-
um einföldum sálrænum fyrir-
brigðum, eða hvort sveppimir
hefðu í rauninni inni að halda
58