Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 65
UNDRAEFNIÐ ALUMINlUM
Frakklandi, Ungverjalandi, Jú-
góslavíu, Spáni og Bandaríkjun-
um séu langt frá því gengnar til
þurrðar, beinist athygli manna
meir og meir að nýju námusvæð-
unum við Karabiska hafið og í
Vestur-Afríku. Auk óvæntra
námufunda í Ástralíu hafa einn-
ig nú nýlega fundizt auðugar
námur í Kína, að því er fréttir
herma. Það er því ólíklegt, að
aluminíum-iðnaðurinn þurfi að
leita til lélegra hráefnis, þótt
vinnslan fari ört vaxandi.
Bauxit er kísilleir, aðallega
samsettur úr vatnsblendnu alu-
miníum-oxýð. Fyrri tilraunir til
að vinna málminn úr oxýðinu
með venjulegum aðferðum mis-
tókust, vegna þess hve það var
fastbundið súrefninu. Árið 1827
tókst þýzka efnafræðingnum
Friedrich Wöhler að einangra
dálitlar agnir af efninu með því
að láta kalíum verka á klórýð-
ið, en þar sem kalíum var svo
dýrt, hafði uppgötvun Wöhlers
enga hagnýta þýðingu nema
fyrir þröngan hóp vísinda-
manna. Það var ekki fyrr en á
árunum 1850—60, að Frakkinn
Henri Ste. Claire Deville fann
upp ódýrari aðferð með þvi að
nota natríum í stað kalíum.
Þrátt fyrir það nam natríumið
um helmingi kostnaðarverðsins
við aluminíum-framleiðsluna.
Deville reyndi að gera vinnsluna
einfaldari með ýmsu móti, er
hann hafði talið Napóleon 3.
keisara á að veita fé til þeirra
tilrauna vegna þess gildis, sem
TÍRVALi
aluminíum hefði í styrjaldar-
rekstri.
Vinnsluaðferðirnar tóku eng-
um grundvallarbreytingum
næstu þrjátíu árin, þó að gerðar
væru á þeim smávegis endur-
bætur, er stundir liðu. Kringum
1890, er framleiðslan var hvað
mest í Bretlandi, nam hún um
50 tonnum árlega. En aðferðin
var mjög óþrifaleg og kostnað-
arsöm; það þurfti hvorki meira
né minna en 220 tonn af kolum
til að framleiða eitt tonn af
málminum. Þá var það, að raf-
greiningaraðferðin kom til sög-
unnar. Hún var uppgötvuð næst-
um samtímis af Ameríkumann-
inum Hall og Frakkanum Hé-
roult, án þess þó að þeir vissu
hvor um annan. Sú aðferð bygg-
ist á því að leysa aluminíum-ox-
ýðið upp í bræddu kryolíti (sem
er aluminíum-natríum-fluorýð),
og fá þannig straumnæmt efni
til rafgreiningarinnar. Málmur-
inn sezt þá á bakskautið sem
fljótandi lag. Rafklofningin fer
fram stanzlaust, án þess að
rofna, í tvö eða jafnvel þrjú ár,
og það liggur því í augum uppi,
að nauðsynlegt er að eiga kost
á stöðugri og ódýrri orku.
Þar eð önnur málmsambönd
í málmleirnum vilja losna í raf-
greiningarbaðinu og spilla alu-
miníum, er hráefnið hreinsað af
óhreinindum áður en það er raf-
greint. Aluminíum-oxýðið er
unnið úr bauxítinu með aðferð,
sem kennd er við Austurríkis-
manninn Karl Bayer. 1 grund-
63