Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 65

Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 65
UNDRAEFNIÐ ALUMINlUM Frakklandi, Ungverjalandi, Jú- góslavíu, Spáni og Bandaríkjun- um séu langt frá því gengnar til þurrðar, beinist athygli manna meir og meir að nýju námusvæð- unum við Karabiska hafið og í Vestur-Afríku. Auk óvæntra námufunda í Ástralíu hafa einn- ig nú nýlega fundizt auðugar námur í Kína, að því er fréttir herma. Það er því ólíklegt, að aluminíum-iðnaðurinn þurfi að leita til lélegra hráefnis, þótt vinnslan fari ört vaxandi. Bauxit er kísilleir, aðallega samsettur úr vatnsblendnu alu- miníum-oxýð. Fyrri tilraunir til að vinna málminn úr oxýðinu með venjulegum aðferðum mis- tókust, vegna þess hve það var fastbundið súrefninu. Árið 1827 tókst þýzka efnafræðingnum Friedrich Wöhler að einangra dálitlar agnir af efninu með því að láta kalíum verka á klórýð- ið, en þar sem kalíum var svo dýrt, hafði uppgötvun Wöhlers enga hagnýta þýðingu nema fyrir þröngan hóp vísinda- manna. Það var ekki fyrr en á árunum 1850—60, að Frakkinn Henri Ste. Claire Deville fann upp ódýrari aðferð með þvi að nota natríum í stað kalíum. Þrátt fyrir það nam natríumið um helmingi kostnaðarverðsins við aluminíum-framleiðsluna. Deville reyndi að gera vinnsluna einfaldari með ýmsu móti, er hann hafði talið Napóleon 3. keisara á að veita fé til þeirra tilrauna vegna þess gildis, sem TÍRVALi aluminíum hefði í styrjaldar- rekstri. Vinnsluaðferðirnar tóku eng- um grundvallarbreytingum næstu þrjátíu árin, þó að gerðar væru á þeim smávegis endur- bætur, er stundir liðu. Kringum 1890, er framleiðslan var hvað mest í Bretlandi, nam hún um 50 tonnum árlega. En aðferðin var mjög óþrifaleg og kostnað- arsöm; það þurfti hvorki meira né minna en 220 tonn af kolum til að framleiða eitt tonn af málminum. Þá var það, að raf- greiningaraðferðin kom til sög- unnar. Hún var uppgötvuð næst- um samtímis af Ameríkumann- inum Hall og Frakkanum Hé- roult, án þess þó að þeir vissu hvor um annan. Sú aðferð bygg- ist á því að leysa aluminíum-ox- ýðið upp í bræddu kryolíti (sem er aluminíum-natríum-fluorýð), og fá þannig straumnæmt efni til rafgreiningarinnar. Málmur- inn sezt þá á bakskautið sem fljótandi lag. Rafklofningin fer fram stanzlaust, án þess að rofna, í tvö eða jafnvel þrjú ár, og það liggur því í augum uppi, að nauðsynlegt er að eiga kost á stöðugri og ódýrri orku. Þar eð önnur málmsambönd í málmleirnum vilja losna í raf- greiningarbaðinu og spilla alu- miníum, er hráefnið hreinsað af óhreinindum áður en það er raf- greint. Aluminíum-oxýðið er unnið úr bauxítinu með aðferð, sem kennd er við Austurríkis- manninn Karl Bayer. 1 grund- 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.