Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 95
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
Hann kingdi og fór að tala
stamandi um Frakkland. Hann
hafði einmitt verið að lesa öm-
urlcga bók eftir franskan höf-
und, Louis Guilloux, hún hét
„Le sang noir“. Annars var hún
líka komin út á norsku undir
heitinu „Dautt blóð“. Hún fjall-
aði um gamlan menntaskóla-
kennara í frönsku sveitaþorpi,
kennara sem var svo illa farinn
og trúlaus á sjálfan sig, að
nemendur hans beittu hann að
síðustu fullkominni harðstjórn.
Þeir kúguðu hann til að standa
á verði við gangdyrnar til þess
að líta eftir hvort umsjónar-
maðurinn kæmi, á meðan þeir
sátu sjálfir við að spila póker
í bekknum! Kennarinn gekk
undir auknefninu Cripure.
Kennslugrein hans var heim-
speki og hann var sérfræðing-
ur í „Gagnrýni á hinni hreinu
skynsemi" eftir Kant, „Criti-
que de la Raison Pure“. Þessu
höfðu nemendurnir umsnúið í
„Cripure de la Raison Ticque“.
Þar af kom auknefni hans.
Plafði hún lesið þessa bók?
„Nei,“ sagði hún, „en þetta
hljómar aldeilis voðalega".
„Já,“ sagði hann, „það er
hryllileg bók. Bók um mann sem
hefur vald yfir heimspekinni,
en ekki hæfileikann til að lifa.“
Hann bætti við, því þetta var
vorið 1939, og dimm ófriðar-
ský grúfðu þá þegar yfir Ev-
rópu:
„Mér fannst, þegar ég las
þessa bók eftir Guilloux, að það
ÚRVAL
sem hann í raun réttri skrifaði
um, væri ekki gamall mennta-
skólakennari, sem kallaður var
Cripure, heldur land sem heitir
Frakkland."
Þau sátu þegjandi um stund.
Svo sneri hún sér að honum
og sagði brosandi, en hann sá
ögrunarglampa leynast í bros-
inu:
„Veiztu hvaða heimspekingi
ég hef mestan viðbjóð á?“
„Nei.“
„Schopenhauer. Hann sagði:
,Lífið er varhugavert fyrir-
brigði, og ég ætla að eyða lífi
mínu í að hugsa um það.‘ Hef-
urðu heyrt annað eins? Viltu
gera svo vel, að gefa mér sígar-
ettu? Ég verð svo æst, þegar
ég hugsa um þennan and-
styggilega Schopenhauer.“
Hann rétti henni sígarettuna
með aðkenningu af þakkláts-
semi. Svo sagði hann:
„Ég er víst ekki sammála þér.
Jú, kannski, þegar um viðhorf
þitt til lífsins er að ræða. En
meðal heimspekinganna eru það
eingöngu hinir miklu og dauð-
hreinsuðu bölsýnismenn sem
gagntaka mig. Þeir sem boða
fallvelti og fánýti lífsins. Hinir,
hálfvolgu bjartsýnismennirnir,
þessir góðu og fínu, þeir finnst
mér vera falskir, eins og tilbú-
in vaniljusósa, eins og Oxford-
prédikari. Versti heimspeking-
urinn sem ég þekki er ameríski
bjartsýnismaðurinn William Ja-
mes, faðir pragmatismans, hinn
hagsýni heimspekingur, sem
93