Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 19
MINNSTU MENN JARÐARINNAR
á að bjóða nægar fæðutegund-
ir þeim til lífsviðurværis. Veiði-
!íf dverganna bindur fjölskyld-
una fastari böndum, þar eð bæði
karlar og konur taka þátt í að
afla fanga, og hverjum ein-
etaklingi veitist þá einnig starf-
ið léttara, þegar byrðin leggst
á fleiri herðar.
Dvergarnir hafa enga fasta
búsetu -— þorp eða þvíumlíkt.
Hver fjölskylda er á stöðugum
erii um skuggalegan og rakan
skóginn að leita sér lífsnæring-
ar, rannsakar hvern blett og
hirðir allt, sem ætilegt er.
Dvergarnir láta sér nægja ein-
falda kofa, hvolflaga, byggða
úr grind fingurgildra greina og
þakta leðurpiötlum eða þykk-
um blöðum. Það tekur aðeins
20—30 mínútur að reisa þessa
kofa; í þeirn eru engin hús-
gögn, og þegar íbúarnir leggj-
ast til svefns, taka þeir stórt
laufblað og hnipra sig saman
á því. Laufbyrgið er örugg
vörn gegn brennheitum sólar-
geisíunum og endist í tvo til
þrjá daga. Þá flytur fjölskyld-
an á annan stað í skóginum og
byggir sér nýjan kofa í snatri;
og síðan byrjar hún á nýjan leik
að freista hamingjunnar í veiði-
ferðum.
Dvergarnir leggja lítið upp
úr skartgripum, og þeir hör-
undsflúra yfirleitt ekki líkama
sinn eða skera í hann djúpa
skurði til „prýði“, eins og sum-
ar frumstæðar þjóðir tíðka.
Þegar mikið stendur til og þeir
ORVAL
fara í heimsóknir til vinveittra
nágranna, mála þeir aðeins lít-
illega andlit sitt og stinga Ijós-
um, ilmandi blómum í hárið.
Hver og einn býr sér sjálfur
til þá hluti, er hann þarf á
að halda og efniviðurinn er
margvíslegur: tré, tennur og
bein, tref jar úr jurtum og dýr-
um, leður og trjábörkur eða
bast og margs konar dýrahom.
Hluti úr steini vantar alveg,
nema það sem hægt er að fá í
vöruskiptum við þjóðir á hærra
menningarstigi. Dvergarnir
hafa þannig enn ekki náð stein-
aldarmönnum á þessu sviði.
Umráðasvæði hverrar dverga-
þjóðar takmarkast af nágrönn-
um þeirra, og þau landamæri
eru virt af báðum aðilum. Þó
eru þess dæmi, að negraflokk-
ar, sem búsettir hafa verið um
langan aldur á ýmsum stöðum
í frumskógum Afríku, hafa.
fengið orð í eyra hjá Twidunum,
sem halda því fram, að þar sem
þeir séu fyrstu landnemarnir
beri þeim skógurinn meo réttu;
negrarnir fái aðeins að búa þar
fyrir náð þeirra og miskunn!
Samfélagshættir dverganna
eru tiltölulega einfaldir. Þeir
skipta sér í hópa, er hafa hver
sitt vissa svæði til umráða og
er einungis meðlimum sama.
hóps leyfilegt að koma. þar sam-
an og fara þar á veiðar. í hverj-
um hóp eru sex til tíu f jölskyld-
ur, sem allar eru meira eða
minna tengdar, án þess þó að
sjálfstæði hverrar um sig sé-
17