Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 45
MATARÆÐI OG HJARTASJtJKDÓMAR
ÚRVAL
landi. I þriðja lagi með því að
bera saman breytingar á mat-
aræði og breytingar á æðastíflu-
dauðsföllum á tilteknu árabili
í sama landi. Og við skulum
einkum athuga fitumagnið í
fæðunni, því að fjölmargir trúa
því að kransæðasjúkdómar
komi af því að neytt sé of mik-
illar fitu, einkum dýrafitu svo
sem smjörs, eggja og kjöts, eða
smjörfitu úr mjólk og osti. Eða
cf mikils af ,,hertri“ feiti eins
og smjörlíki. Eða á hinn bóg-
inn að jurtafeiti sé vörn gegn
kransæðasjúkdórnum eða dragi
úr líkunum fyrir þeim.
Með samanburði á löndum
þykjast menn hafa fengið sönn-
ur á því hve óhollt sé að borða
mikið af fitu. ítalir borða lítið
af fitu og kransæðasjúkdómar
eru fátíðir hjá þeim. Ameríku-
menn borða mikið af fitu og í
þeim eru kransæðasjúkdómar
mjög algengir. En ef við lítum
á fleiri lönd verður annað uppi
á teningnum.
Dauðsföll af völdum krans-
æðastíflu eru helmingi tíðari í
Bretlandi en í Noregi, og fjór-
um sinnum tíðari í Bandaríkj-
unum. Og þó er fituneyzlan
mjög svipuð í þessum þrem
löndum. í Finnlandi er fitu-
neyzlan svipuð og í Vestur-
Þýzkalandi, en þó eru æðastíflu-
dauðsföll fjórum sinnum tíðari
í Finnlandi.
Svo virðist því sem heildar-
fitumagnið í fæðunni sé ekki
bein vísbending um það hve
miklar líkur séu til þess að
menn fái kransæðastíflu. Og ef
við lítum á dýrafituna sérstak-
lega verður sambandið enn ó-
greinilegra.
1 Danmörku eru æðastíflu-
dauðsföll fátíðari, en þó meira
neytt af fitu, en i Ástralíu.
Smjörfituneyzlan er enn athygl-
isverðari. Nýsjálendingar borða
langtum meira af smjörfeiti en
nokkur önnur þjóð, en þó eru
æðastífludauðsföll tíðari í
nokkrum löndum, t. d. Banda-
ríkjunum, þar sem borðað er
miklu minna af smjörfeiti.
Naumast verður nokkurt
samband greint milli neyzlu
jurtafeiti og kransæðasjúk-
dóma, og ekkert á milli neyzlu
smjörlíkis og ,,hertra“ fituteg-
unda annarsvegar og krans-
æðasjúkdóma hinsvegar. 1
Noregi t. d. er smjörlíkisneyzl-
an 58 grömm á mann í Banda-
ríkjunum 20 grömm. Samt eru
dauðsföll af völdum kransæða-
stíflu ferfalt tíðari þar en í
Noregi.
Sínu undarlegra er þó, að
rniklu nánara samband má
finna á milli dauðsfalla af völd-
um kransæðastíflu og annarra
efna í fæðunni en fitu. Það er
t. d. hægt að flokka þjóðir eft-
ir vaxandi próteini í mataræði
þeirra. Þá kemur í ljós, að f jölg-
un dauðsfalla af völdum krans-
æðastíflu fylgir nokkurn veginn
sömu röð. Sama verður uppi á
teningnum ef þjóðunum er rað-
að eftir sykurneyzlu. Með fá-
43