Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 66
tTRVAJL.
vallaratriðum byggist hún á því,
að vítissódi er látinn verka á
hið hreinsaða og mulda hrá-
efni, og með nýjum endurbót-
um í efnaverkfræði verður hita-
og efnistap við vinnsluna stöð-
ugt minna.
Frá upphafi hefur aluminíum-
iðnaðurinn séð sér sjálfur fyr-
ir rafmagni og notað til þess ó-
dýrustu orku, sem völ var á —
vatnsorkuna. Við rekumst því
oft á bræðslustöðvamar í döl-
um, t. d. í Suðvestur-Frakklandi
og Skotlandi, þar sem fallhæð
er hentug til orkuvinnslunnar. í
háþróuðum iðnaðarlöndum knýr
samkeppnin fram hærra orku-
verð en hagsmunir framleiðend-
anna leyfa nema iðnaðinum sé
haldið uppi vegna þjóðarmetn-
aðar eða til þess að þjóðin geti
verið sjálfri sér nóg. (I Þýzka-
landi eru t. d. 5% af allri þeirri
orku, sem fæst úr brúnkolum,
notuð til framleiðslu á alumin-
íum).
1 náinni framtíð verður þró-
unin áreiðanlega örust í lönd-
um, þar sem eru ónotaðar orku-
lindir frá náttúrannar hendi,
svo sem í Belgisku Kongo, Vest-
ur-Afríku og Kanada. Þróunin
hefur orðið langörast í Kanada,
og nú er svo komið, að það er
orðið stærsti aluminíum-útflytj-
andi í heimi; um 75% af öllu
aluminíum á heimsmarkaðinum
er komið frá Kanada. Banda-
ríkin skipa hins vegar fyrsta
sætið sem aluminíum-framleið-
andi. Árið 1956 vora framleidd
UNDRAEPNIÐ ALUMINÍUM
þar um 1,500,000 tonn af málm-
inum, en það ár var heimsfram-
leiðslan rösklega 3,250,000 tonn.
Kanada er í öðru sæti, þá koma
Sovétríkin, Frakkland og Þýzka-
land. Bretland framleiddi að-
eins 1% af heimsframleiðslunni
og Bretar verða að flytja inn
9/io af því aluminíum, sem þeir
nota.
Það er orðin föst regla, að
aluminíum-framleiðslan tvöfald-
ist á áratug hverjum. Alumin-
íum og hinar f jölmörgu blöndur
þess eiga vaxandi vinsældir sín-
ar að þakka frábærlega marg-
breyttum eiginleikum: það er
létt, hefur háa raf- og hitaleiðni
og þolir vel áhrif andrúmslofts-
ins. Þao er einnig lipurt í með-
förum; það má fletja það út,
steypa það, búa til úr því vír og
pípur og yfirleitt móta það á
flóknasta og fjölbreytilegasta
hátt. Stærsti ókosturinn við þær
aluminíum-blöndum, sem nú eru
kunnar, er sá, hve fljótt ber á
málmþreytu í þeim.
Þessir mörgu eiginleikar alu-
miníums hafa lyft því í heiðurs-
sæti meðal járnsnauðra málma.
Fyrir einni öld var það helzt
notað í drykkjubikara og borð-
búnað, en nú hefur notkun þess
færst til mikilvægustu iðngreina.
Flugvélaiðnaðurinn varð fyrst
verulega til að ýta undir notk-
un þess, og síðar var farið að
nota það í fleiri farartæki. Við
skipasmíðar hafa yfirbyggingar
úr aluminíum gert skipin stöð-
ugri og auðveldari í breytingum,
64