Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 25
TJTRVAL
efni, sérstakur saumaþráður
við uppskurði og fleira, sem allt
samlagasst vel hinum náttúr-
lega líkamsvef mannsins, þann-
ig að kornast má hjá leiðinlegum
og áberandi örum.
Nú er svo komið, að jafn-
vel eftir stærstu uppskurði við
héravör er mjög erfitt að sjá
nokkur missmíði á manninum,
er frá líður, og ekki hægt að
ímynda sér, að hann hafi verið
öðruvísi útlits en annað fólk.
Gómrifu má einnig lækna
með skurðaðgerð; þar er auð-
vitað miklu fremur um að
ræða starfhæfnina en útlitið,
og sköpulagsfræðingurinn get-
ur byggt upp nýjan góm lið
fyrir lið, hann getur lengt hinn
náttúrlega góm, gefið honum
eðlilega tilfinningu og hreyf-
ingar, haldið réttri tannstöðu
o. fl. o. fl. Lausir gervigómar
eru nú að heita má alveg úr
sögunni.
Meðferðin skiptist í marga
þætti með nokkuð löngum
millibilum, sérstaklega ef um
alvarleg tilfelli er að ræða.
Ti.1 þess að öll börn með hol-
góm og héravör geti komizt
undir læknishendur í tæka tíð,
er fæðingalæknum, Ijósmæðrum
og hjúkrunarkonum gert að
skyldu að gefa skýrslu til ör-
orkutrygginganna sem allra
fyrst. Viðkomandi börn eru
HOLGÓMUR OG HÉRAVÖR
tekin til rannsóknar á tal-
kennslustofnun ríkisins, þar
sem læknar og talkennarar á-
kveða, hvaða aðferðir henti
bezt. Fyrsti uppskurður við
héravör tekzt venjulega bezt á
tveggja mánaða gömlum börn-
um — gómrifuuppskurður er
yfirleitt gerður tveim árum
seinna.
Barnið á að koma til skoð-
unar, þegar þess er krafizt, og
á undir öllum kringumstæðum
að mæta til rannsóknar í tal-
kennslustofnuninni um það
leyti, sem það verður skóla-
skylt. Oft kemur þá í ljós, að
útlit og starfsemi vara og góms
er í bezta lagi. En það er líka
alloft, sem önnur skurðaðgerð
reynist nauðsynleg til að við-
unanlegur árangur náist, og
mörgum börnum er brýn nauð-
syn að njóta talkennslunnar
alllangan tíma.
Aðgerðir á andlitsgöllum
þessum eru ókeypis og það má
geta þess, að á Diakonisse-
stofnuninni í Kaupmannahöfn
starfa nú tveir frægustu sköpu-
lagsfræðingar Dana. Þeir hafa
á síðustu áratugum framkvæmt
mörg þúsund slíkar aðgerðir,
og í samvinnu við talkennslu-
stofnun ríkisins hafa þeir
fundið upp nýjar aðferðir, sem
vekja undrun og aðdáun víða
um lönd.
23