Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 75

Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 75
leyndarmálið TjRVAL sínum. En nú voru auðvitað aðrir tímar. Hálf eitt. Hvar í ósköpunum er unga fólkið, svona frá seytján til tuttugu og tveggja ára, á þessum tíma næt- ur? Hún fékk hjartslátt. Hvað- an komu þessar óhugnanlegu hugsanir ? Ef til vill stöfuðu þær af því, að hún hafði lesið svo margar skelfilegar frásagnir í blöðunum, um árásir á ungar stúlkur . . . En Gréta var ekki ein. Og Leó var tuttugu og tveggja ára og virtist vera mesti myndarpiltur. En hvað vissi hún annars um það? Það var tilgangslaust að velta þessu lengur fyrir sér. Frú Elgaard kveikti Ijósið. Hún var annars ekki búin að lesa neðanmálssög- una. Ef til vill yrði hún rólegri af að lesa. * Neðanmálssögunni Iauk í þessu blaði. Sagan hafði fjall- að um unp-a dóttur, sem hafði helgað gamalli og lamaðri móð- ur sinni allt líf sitt, hún hafði meira að segja fórnað ást sinni, hætt við að giftast ungum, fá- tækum lækni, sem hún unni hug- ástum. En skyldurækni hennar og kærleikur til móðurinnar hafði borið ávöxt — og það var góð samvizka. Já, já, en svona hlutir gerast nú ekki í heimi veruleikans. Frú Elgaard hló kuldahlátri. Ef hún átti að líkja sér við gömlu, kröfuhörðu, lömuðu kon- una, sem kvaldi dóttur sína frá morgni til kvölds, þá lifði Gréta í sannkallaðri paradís. Og því fór líka fjarri, að hún bannaðí dóttur sinni að vera með sið- prúðum, ungum manni. Og Leó var auðsjáanlega vel uppalinn piltur. Hann var að vísu frem- ur fátalaður, en unga fólkið var kannski svona nú á dögum. Og einkennilegt var það, að það kom enginn gleðisvipur á Grétu, þegar hún spurði, hvort unga manninn langaði ekki til að koma og borða hjá þeim eða vera á heimilinu einn sunnu- dag. Hann kom og sótti hana og tyllti sér á stólbrún í dag- stofunni og sagði já og nei og var einkar snyrtilegur. Hann fylgdi henni líka heim. Það sagði Gréta að minnsta kosti, og þá varð maður víst aö gera ráð fyr- ir að það væri satt. En þegar frú Elgaard fór að hugsa mál- ið betur, varð henni Ijóst, að í rauninni þekkti hún ekkert til Leós. Hún vissi varla, hvar hann átti heima . . . Henni fannst kyrrðin úti á götunni næstum uggvænleg — klukkuna vantaði tíu mínútur í eitt. Frú Elgaard fór í slopp, gekk inn í dagstofuna og kveikti sér í smávindli. Síðan settist hún við gluggann og fór að bíða fyrir alvöru með öndina í háls- inum, en hryllilegustu ímynd- anir tóku að þróast í huga henn- ar, unz þær náðu hámarki í of- beldi og grimmdarverkum. Klukkan hálftvö fór hún fram í forstofuna og setti öryggis- keðjuna fyrir útihurðina. Loks- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.