Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 47
MATARÆÐI OG HJARTASJÚKDÓMAR
ÚRVAL
dauðsfalla af völdum krans-
æðastíflu og fjölda útvarps- og
sjónvarpsnotenda, jafnvel svo
náið, að nokkur fækkun verður
á hvorutveggja á árunum 1941-
43. Fjölgun bíla í landinu fylgir
einnig allnáið fjölgun þessara
dauðsfalla. Hið sama gildir um
bílafjöldann í öðrum löndum.
Nú skuluð þið ekki halda, að
ég sé að draga útvarps- og sjón-
varpstæki og bíla inn í málið
til þess eins að sýna fram á
hvað svona samanburður getur
leitt til fáránlegrar niðurstöðu.
Ég held nefnilega að við séum
hér komin að kjarna málsins.
Sambandið sem við höfum
séð að er á milli ýmissa fæðu-
tegunda og kransæðastíflu verð-
ur ekki skýrt með neinni einni
kenningu. En ef við reynum að
finna eitthvað sameiginlegt, þá
sjáum við að hér er um að ræða
lífskjörin í heild: að betri lífs-
kjörum fylgir aukin hætta á
kransæðasjúkdómum.
Kransæðastífla er tíðari hjá
þeim þjóðum sem búa við betri
lífskjör, hún er tíðari hjá efn-
aðri stéttum þjóðfélagsins en
hjá þeim efnalitlu, og í kjölfar
batnandi lífskjara undanfarinn
aldarfjórðung hafa komið fleiri
dauðsföll af völdum kransæða-
stíflu. En það eitt að tala um
,,betri lífskjör" er auðvitað
ákaflega óljóst að orði komizt,
því að hvernig getur það t. d.
valdið æðastíflu í hjarta að eiga
ísskáp eða útvarp eða bíl?
Já, hvernig? Bættum lífs-
kjörum fylgir lausn frá líkam-
legu erfiði, við getum leyft
okkur að ganga í stað þess að
hiaupa, standa í stað þess að
ganga, sitja í stað þess að
standa og liggja í stað þess að
sitja. Ef maður hefur litla
líkamlega áreynslu, hefur hjart-
að minna að starfa. Það hefur
því ekki mikla þörf fyrir ríku-
legt kransæðakerfi, og því má
ætla, að í samanburði við erfið-
ismanninn séu kransæðar kyrr-
setumannsins færri og smærri
— þ. e. þrengri. Og vegna þess
að þær eru þrengri, er meiri
hætta á að í þeim myndist blóð-
lifrar. Og vegna þess að þær
eru færri, er alvarlegri hætta
fyrir hjartað ef ein stíflast.
En þetta er ekki allt. Kyrr-
setumaðurinn, sá sem á bíl, út-
varps- eða sjónvarpstæki, á
einnig á hættu að safna holdum
um of. Við sáum, að efnafólkið
hér á landi borðar sáralítið
meira af fitu og próteinum en
þeir efnaminni, og í heild fá
þeir álíka margar hitaeiningar
í fæðu sinni. En vegna kyrr-
setunnar nota þeir færri hita-
einingar og afgangurinn safn-
ast fyrir sem fita. Og þessi fita
leggur aukið erfiðið á hjarta
kyrrsetumannsins, sem einmitt
vegna ófullkomins kransæða-
kerfis er lítt undir það búinn
að taka á sig erfiðið.
Mér er ljóst, að beinar sann-
anir á þessum ályktunum. mín-
um eru ekki fyrir hendi. En
koma þær samt ekki betur
45