Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 20
ÚRVAL
skert á nokkurn hátt. Þeir hafa
hvorki ættarhöfðingja né önn-
ur yfirvöld, er geti skipað þeim
fyrir verkum, en þegar um er
að ræða sameiginlega vörn, t. d.
gegn farsóttum, eða þátttöku í
opinberum athöfnum, svo sem
fæliveiðum og bálförum, standa
allar fjölskyldurnar saman sem
einn maður.
Flver fjölskylda byggir sinn
eigin kofa og býr þar ein. Þeg-
ar börnin hafa náð kynþroska-
aldri velja-þau sér maka, eftir
því sem hugur þeirra stendur
til og án íhlutunar foreldranna.
Trúlofunarathöfnin er einföld
en opinber. Þar heita ungling-
arnir því að halda þau lög, er
náttúran hefur sjálf sett, og
forðast það, sem hún hefur
bannað. Barnafjöldi er mikil
blessun, og dvergarnir ala börn
sín upp af slíkri fórnfýsi og um-
hyggjusemi, að evrópskir for-
eldrar munu fæstir gera betur.
Konan hefur næstum sama
rétt og karlmaðurinn, og þar
sem hún vinnur einnig ötullega
fyrir heimilinu, er hún elskuð
og virt af allri fjölskyldunni.
Skynsöm verkaskipting manns
cg konu styrkir tengsl þeirra í
hjónabandinu, og ef svo vill til,
sem sjaldan er, að maðurinn
kemur með aðra konu heim í
kofa sinn, hefur hann til þess
gildar ástæður, sem samborgar-
arnir taka fyllilega til greina.
Börnin vaxa upp í hópi fjöl-
skyldu sinnar eða ættflokka og
cru þegar á unga aldri vanin
MINNSTU MENN JARÐARINNAR
við sams konar störf og full-
orðnir vinna. Uppeldi þeirra
lýkur með hátíðlegri athöfn,
þar sem þau eru tekin í full-
crðinna manna tölu. Þessi at-
höfn er skylda og hefur mikið
gildi í augum dverganna, sem
aldrei hafa haft neitt „ríkis-
vald.“
Dvergarnir lifa yfirleitt frið-
sömu og ánægjulegu lífi. Þeir
halda á lofti ævafornum menn-
ingararfi, og sífelldar þrætur og
misklíð er þeim fjarri. Eðlislæg
skyldutilfinning býður hverj-
um og einum að halda sig innan
takmarka þess svæðis, er ætt-
flokknum er ætlað, og þannig
komast þeir hjá að skerða
nokkurntíma eignarétt hvers
annars. Mannslífið liafa dverg-
arnir mjög í heiðri og þeir bera
hvorki út börn né drepa eða
vanrækja sjúka og ellihruma.
Mannát er líka óþekkt meðal
þeirra eins og annarra æva-
fornra veiðimannaþjóða. Evr-
ópubúa finnst hið einfalda líf
dverganna svo falslaust og eðli-
legt, að hann á bágt með að verj-
ast þeirri hugsun, að margt gæt-
um við, er köllum okkur menn-
ingarþjóðir, lært af þessu ham-
ingjusama fólki, og marga
þverbresti í þjóðlífi okkar
mætti bæta, ef við tækjum það í
einhverju til fyrirmyndar.
Þótt dvergarnir erfiði oft
mikið við að afla sér lífsviður-
væris, megum við ekki halda,
að þeir eigi engar tómstundir,
er þeir geti notað til hvíldar og
18