Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 79
(LEYNDARMÁLIÐ
breytingu minni og hreyfingu ?
Mér finnst ég vera eins og dýrs-
ungi — hún — hún þefar bók-
■staflega af mér“.
Gréta hreytti orðunum út úr
sér með megnustu fyrirlitningu.
Iiann varð smeykur við ofs-
-ann í henni, og það leið dálítil
stund áður en hann svaraði.
■ „Nei, ég er víst ekki nógu vel
.að mér í sálfræðinni. Og það
;er líka eins margt sinnið sem
•skimiiö. Þetta getur stafað af
ástæðum, sem hún gerir sér ekki
.grein fyrir sjálf. Eða sem hún
vill ekki viðurkenna fyrir sjálfri
sér“.
. „Má ég ekki vera uppi hjá þér
.þangað til á afmælisdaginn
minn?“ spurði hún í bænarrómi.
• „Já, það máttu — það er mér
.mikil gleði“.
■ „Klukkan er ekki nema kortér
.yfir eitt“, sagði Gréta, þegar
,-þau námu staðar fyrir utan
dyrnar hjá henni. Hún setti litla
blómsturpottinn á gangstéttina
og vafði örmunum um hálsinn
á Leó.
„Þakka þér fyrir í kvöld og
fyrir afmælisdaginn — og fyrir
allt. Þetta hefur verið yndisleg-
asti afmælisdagur, sem ég hef
lifað — ef þú gætir bara hætt
að minna mig á að ég sé ekki
orðin myndug enn, og að það
hvíli svo mikií ábyrgð á þér. Ég
er fullorðin. Veiztu, hvað mér
datt í hug? Það er í rauninni
heimskulegt, þegar foreldrar
kref jast þess, að börn þeirra séu
ÚRVAL
komin heim fyrir klukkan ellefu
eða tólf. Því að það, sem þeir
óttast, geta börnin auðveldlega
gert á eftirmiðdögunum eða
snemma á kvöldin. Það er eins
og foreldrarnir séu öruggari, ef
börnin eru komin inn fyrir ell-
efu. En ég held að þeir séu að
blekkja sjálfa sig“.
„Ja — sjálfsagt. Foreldr-
arnir setja nóttina, myrkrið og
mannlausar göturnar í samband
við allskonar hættur og myrkra-
verk —• og að vissu leyti ekki að
ástæðulausu. En ég skil vel,
hvað þú átt við — og þetta er
í rauninni hlægilegt. Á ég ekki
annars að koma með þér upp í
kvöld — ef öryggiskeðjan . . .“
„Og ef hún lægi í leyni fyrir
innan dyrnar — en ég er ann-
ars ekkert reið út í hana lengur.
Þú hefur svo góð áhrif á mig“.
„Getum við ekki farið í af-
mælisgöngutúr á morgun,
Gréta?"
„Jú, en þú mátt ekki koma og
sækja mig. Eigum við ekki að
hittast á horninu?"
„Við getum ekki haldið þessu
áfram, að forðast hana móður
þína. Það væri miklu betra, ef
u
’ ,,Ussi“
„Góða nótt, þá — og dreymi
þig vel!“
#
„Góðan daginn, væna mín“.
Gréta hrökk upp. Hún settist
upp í rúminu, þrýsti höndunum
að augunum, reri fram og aftur
og reyndi að jafna sig. Hana
77