Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 77
leyndarmálið
TJRVAL
„Jú . . . mér þykir í raun og
veru ákaflega vænt um hana. Ég
hef stundum reynt að hætta að
láta mér þykja vænt um hana“.
„Mér finnst hún vera elsku-
leg kona“.
„Hún er það líka. En ég vil
ekki tala um hana núna. Mig
langar tii að minnast þessa
kvölds sem yndislegustu stunda,
sem ég hef lifað“.
*
Þau gengu mjög hægt síðasta
spölinn, og það var ekki fyrr
en þau stóðu fyrir framan úti-
dyrnar hjá Grétu, að Leó sagði:
„Og það áttu líka að gera. En
þú verður að lofa mér að bíða
hérna fyrir utan, þangað til ég
er viss um að þú hafir komizt
inn til þín. Athugaðu annars
hvort þú ert með lykilinn. Það
getur verið að móðir þín sé
sofnuð og þá skaltu bara laum-
ast upp í rúmið — og láttu þig
svo dreyma eitthvað falleg um
mig — um oklmr.. .“ leiðrétti
hann sjálfan sig.
Hún varpaði öndinni þreytu-
lega og leit á hann.
„Sofnuö'.“
Hann hló.
„Nú varstu allt í einu eins og
eldgamall vitringur á svipinn.
Góða nótt, við sjáumst annað
kvöld“.
Svo gekk hún upp tröppumar.
*
Leó var á nálum meðan hann
beið eftir því að lyklinum væri
snúið í skránni. Loks heyrði
hann að dymar vora opnaðar
. . . en hvað var nú þetta ? „Hef-
ur þú sett öryggiskeðjuna fyr-
ir?“ heyrði hann Grétu spyrja.
„Já, ég gerði það, og nú skal
ég segja þér dálítið —“
Hurðinni var skellt í lás.
Leó hljóp upp tröppumar, en
staðnæmdist á miðri leið. Hvað
kemur nú fyrir hana? Gerist
nokkuð annað en það, að hrædd
og áhyggjufull móðir eys úr
skálum reiði sinnar? Ég get ekk-
ert gert eins og er — kannski
á morgun.
*
Tveim hurðum var skellt
harkalega, fínt kalkduft sáldr-
aðist niður, og reiðin fékk út-
rás á sama hátt hjá móðurinni
og dótturinni: í gráti. Frú El-
gaard grét ef til vill með helzt
til miklum ekka; það var ásök-
un í gráti hennar. Gréta lagðist
fyrir, án þess að fara úr káp-
unni, og var á báðum áttum
hvort hún ætti að fara eða vera,
unz eitthvað brast innra með
henni og breyttist í grát.
Hvað verður mér minnisstæð-
ast frá þessu kvöldi — upphaf-
ið eða endirinn ? Mamma hefur
þekkt mig í seytján ár, og þó
horfir hún með tortryggni á
hvert einasta spor sem ég stíg.
Hvað hef ég gert? Hvernig á
ég að vera, svo að hún fái betra
álit á mér? Og hvernig á ég að
fara að því að fá leyfi til að
varðveita leyndarmál mitt —
Leó—f yrir mig eina ? Ég vil ekki
láta hann sitja lon og don inni
í dagstofunni. Hún skal ekki fá
?5