Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 28
■CRVAL
þeirra áliti eru þeir ákaflega
fákunnandi. Og amerískt kven-
fólk -— það er fyrir neðan all-
ar hellur. Þjóðverjar, Frakkar,
Italir og Spánverjar eru sjald-
an á einu máli, en um eitt
eru þeir sammála: að amerískir
karlmenn séu búrar í ástarmál-
um, og amerískt kvenfólk van-
þroska. Þeir segja að í þess-
um sökum séu Ameríkumenn
óheiðarlegir og hræsnisfullir og
amerískar stúlkur í senn
heimtufrekar og skelfilega
barnalegar.
Fyrir mann frá meginlandi
Evrópu er það t. d. sífellt undr-
unarefni þegar stúlka þiggur
félagsskap karlmanns, eins og
tíðkast í Bandaríkjunum, leyfir
honum að sóa peningum til að
skemmta henni eitt kvöld og
kveður hann svo við dyrnar án
þess svo mikið sem bjóða hon-
um inn eða biðja hann afsök-
unar á hegðun sinni. Hvers-
vegna, spyr hann, ætti ég að
vera ao fara út með stúlku, ef
ég fæ ekkert fyrir snúð minn?
Hvaða karlmaður kærir sig um
að vera heilt kvöld með kven-
manni til þess eins að vera í
návist hennar eða tala við
hana ? Karlmaður leitar til ann-
arra karlmanna, ef hann vill
njóta félagsskapar eða sam-
ræðna. Það er ódýrara og kem-
ur honum ekki úr jafnvægi á
sama hátt og návist konu.
Ég hef átt langar samræður
um þetta við Evrópumenn. Ég
hef sagt það sama og við segj-
TILHUGALlF 1 ÝMSUM LÖNDUM
um öll við þessa nöldurseggi, að
amerískir karlmenn sækist eft-
ir vináttu kvenna engu síður
en ástum þeirra og telji það
forréttindi að fá að bjóða þeim
út. Ég hef sagt að slík boð
séu raunverulega þáttur í til-
hugalífi okkar, en að við kom-
umst kannski ekki alveg eins
fljótt að efninu og spjátrung-
arnir í Evrópu . . . En því mið-
ur eru allar skýringar mínar
árangurslausar. Ef ástleitni er
ekki undirrótin, segja þeir, til
hvers er þá að vera að bjóða
út stúlku? Til hvers að vera að
eyða auð fjár til einskis?
Ó, já, það er sinn siður í
Iandi hverju. í okkar augum
eru þeir oflátungar; í þeirra
augum erum við oflátungar. En
um eitt erum við sammála: að
siðir Austurlandabúa séu væg-
ast sagt skrítnir. Tökum t. d.
Kínverja og Japani: til skamms
tíma gerðu þeir aldrei þá skyssu
að blanda saman ástalífi og
hjónabandi. Þetta hefur breytzt
eftir að þeir tóku að horfa á
vestrænar kvikmyndir, en áður
fyrr voru það foreldrarnir sem
réðu giftingum barna sinna í
þessum löndum. Kínversk böm
voru oft heitbundin áður en þau
lærðu að ganga, stundum jafn-
vel áður en þau fæddust. Hjóna-
bandið var hagsýnismál sem
skynsemin réði til lykta án
nokkurs tillits til tilfinninga eða
ástríðna.
Kínverskir karlmenn leituðu
að rómantík hjá söngmeyjum
26