Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 78
ÚRVAL
.tækifæri til að spyrja hann
.spjörunum úr, gera hann að
viljalausu verkfæri, og setja
gæðamerki á hann. „Minnst 25
ára ábyrgð". Ég þoli varla að
hún nefni nafn hans •— því að
.þá fer eins fyrir honum og svo
mörgum leikfélögum mínum og
•skólabræðrum, sem mamma
fann alltaf eitthvað til foráttu.
Hún grefur sig inn í sál þeirra
með allri reynslu sinni, dregur
fram eitthvað andstyggilegt og
segir: Iívað sagði ég, ég hef
reynsluna . . . Þú ættir að vera
fegin, að ég skyldi forða þér frá
.að lenda í ógæfu!
Nú er ekki nema eitt að gera,
sagði frú Elgaard við sjálfa sig
,um nóttina, þegar reiðin og
gráturinn höfðu hreinsað kvíð-
.ann og hræðsluna um barnið úr
huga hennar. Á morgun læt ég
.sem ekkert hafi ískorizt. Ég
minnist ekki á það einu orði. Ég
verð að komast að því, hvort
eitthvað hafi komið fyrir hana,
og reyna síðan að hjálpa henni
— það er skylda mín sem móð-
. ur hennar. Hún er ekki enn orð-
in seytián ára. Þegar hún er
orðin átján ára og myndug, má
hún mín vegna gera hvað sem
hún vill . . .
Já. þvi að þá ber ég ekki á-
byrgðina lengur, svaraði hún
sjálfri sér út í myrkrið, því að
seinasta hugsunin klemdist svo
einkennilega utan um einhvern
harðan Icjarna í sál hennar —
og frú Elgaard var ekki hörð
kona. En hún varð að komast
LEYNDARMÁLIÐ
til botns í því, hvað dóttir henn-
ar var að bralla á næturnar. All-
ar mæður myndu vera henni
sammála — hún hafði rétt fyrir
'sér — ekkert orð í fyrramálið.
Hún ætlaði að vera góð og
elskuleg eins og vant var og láta
sem ekkert hefði gerzt. Eftir tvo
daga væri Gréta orðin seytján
ára.
Leó var ekki búinn að hringja
dyrabjöllunni hjá Grétu, þegar
hann mætti henni í stiganum.
Hún heilsaði honum, en sagði
annars ekki aukatekið orð, og
það lá við að hún togaði hann
út á götuna.
„Hvert skal halda?“ sagði
hann hlæjandi og lagði arminn
um herðar hennar.
,,Burt“, sagði hún harð-
neskjulega.
,,Hvað langt?“
,,Eins langt og við komumst“.
Leó vildi ekki játa það fyrir
sjálfum sér, að hann brast kjark
til að spyrja hana hvernig sam-
fundi hennar og móðurinnar
hefði reitt af kvöldi áður. í stað
þess fór hann að segja henni
frá bók. sem hann var að lesa.
Bókin fjallaði um sálfræði.
Hún virtist hlusta af athygli,
en allt í einu tók hún fram í
fyrir honum og sagði kulda-
lega:
..Þá getur þú kannski sagt
mér af hveriu það stafar. að
mamma er alltaf að læðupokast
í kring um mig, hvers vegna
hún fylgist með hverri svip-
76