Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 29
TILHUGALÍF 1 ÝHSUM LÖNDUlí
Uktal
og léttúðardrósum en ekki hjá
heitmey sinni. En jafnvel gagn-
vart léttúðugum meyjum varð
að hlýða settum kurteisisregl-
um; hver þeirra hafði sinn
verndara — „amah“ — sem
var roskin kona, og hver sá sem
vildi komast í samband við slíka
stúlku varð fyrst að vinna hylli
„am,ah“. Svo voru auðvitað am-
báttir. Tílhugalíf í Kína var við-
hafnarmikil og formföst athöfn,
sem fór fram að tjaldabaki.
Mikið var um bréfaskriftir og
menn voru lengi að komast að
efninu. Karlmaðurinn tjáði ósk-
ir sínar í orðskviðum og sí-
gildum ljóðum og konan svar-
aði í sömu mynt. Svo kann að
virðast sem þetta hafi verið
skemmtilegur leikur, en Ame-
ríkumönnum mundi án efa hafa
þótt hann ganga nokkuð seint,
að ekki sé talað um Suður-
evrópubúa.
Aðferðir Japana voru svip-
aðar, en eitt var frábrugðið í
heimilisháttum þeirra, sem mér
finnst að ekki hafi verið næg-
ur gaumur gefinn. Að sjálf-
sögðu héldu flestir Kínverjar
og Japanar hjákonur, ef þeir
höfðu efni á því. En sá var
munur á að Kínverjar höfðu
allar sínar konur í einu húsi, en
Japanir höfðu sína í hverju
húsi. Á þessu er reginmunur.
En báðar þjóðir viðhaida enn-
þá sið, sem við getum ekki ann-
að en fordæmt: þegar Kínverji
talar um konu sína, þá notar
hann um hana orð eins og
„vesalingur", „óverðug" eða
jafnvel „hryllileg”, og japansk-
ur eiginmaður er, ef unnt er,
enn rninna gefinn fyrir að tala
vel um konu sína. Þetta er að
sjálfsögðu einungis innantóm-
ur siður, sem ekkert merkir.
Eigi að síður held ég að ég
mundi aldrei geta fellt mig við
hann. Ég hef aldrei kunnað að
meta, máltækið, sem Japanar
hafa oft vitnað í: „Japanskur
eiginmaður ber konu sína á al-
mannafæri, en kyssir hana í
einrúmi.‘“ Á Vesturlöndum,
svara ég jafnan háðslega, er
þessu öfugt farið.
„Hve margar konur eiga
menn í Ameríku?“ spurði svert-
ingjahöfðingi í Afríku mig eitt
sinn. Svar mitt var tvírætt:
„Eins margar og þeir hafa efni
á.“
Ef til vill hefði ég átt að
ganga lengra, og svar mitt ver-
ið nær hinu rétta ef ég hefði
bætt við, að í Bandaríkjunum
taki menn sér ekki margar
konur í einu eins og siður er í
Afríku heldur eina í einu. En
ég held að svar mitt hafi nægt,
því að höfðinginn var ánægður
með það. Hann sagði að það
væri eins hjá þeim, sem sýndi
að fólkið væri í raun og veru
eins allsstaðar. Ég var fegin,
að litlar líkur voru til þess að
hann kæmist að því hve mjög
honum skjátlaðist. Það mundi
t. d. verða skelfilegt áfall fyrir
hann að vera viðstaddur skiln-