Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 30
ÚRVAL
aðarmál á Vesturlöndum. Deil-
urnar um bætur handa konunni
myndu áreiðanlega koma hon-
um spánskt fyrir sjónir. Hann
mundi teija fyrirkomulag okkar
algera, fjarstæðu. I Kenya eða
Kongó gerir karlmaðurinn út
um allt slíkt áður en hann kvæn-
ist. Það er fyrsta verk hans.
Ef honum lízt á stúlku, og ef
hún hefur verið undirleit og
flissað þegar hann hefur hitt
hana við þorpsbrunninn, fer
hann rakleitt til föður hennar
og spT"r: Hve mikið? Hve marg-
ar kýr og spjót er ætlast til að
hann láti af hendi fyrir þau
réttindi að taka hana heim til
sín sem konu sína? Við mynd-
um segja með vanþóknun að
það sé alltof mikill og ógeð-
felldur kaupmennskubragur á
þessu og jaðri jafnvel við þræla-
sölu. En hann veit að svo er
ekki. Hann á ekki stúlkuna. Hið
eina sem hann á er veð í brúð-
argjaldinu. Ef hún yfirgefur
hann. getur hann krafizt að fá
það aítur. Þessvegna er ekki
líklegt að faðirinn hvetji dótt-
ur sína til að yfirgefa mann
sinn. Afríkumenn forðast slík
vandræði. Enginn hefur ástæðu
til þess að minnast á bætur.
I unaðslegu og hlýju loft-
slagi ítalíu. Spánar og Portúgal
hlýðir tilhugalífið fornum venj-
um, sem ofbjóða okkur Ame-
ríkumönnum líkt og Englend-
ingum ofbýður hátterni okkar.
Sveimhygli og sá siður að elta
TILHUGALlF 1 ÝMSUM LÖNDUM
stúlkuna sína í kirkju — hvort-
tveggja þetta er enn tíðkað.
Stúlkur missa vasaklúta sína.
Bréfum er smvglað gegnum
grindavlugga. Konur sitja á
svölum og horfa niður á göt-
una á hið strevmandi líf, sem
þeim er bönnuð hlutdeild í, og
ungir menn senda þeim löng-
unarfullt augnaráð. Þetta er
ákafle°-a fallegt og gleður aug-
að. en er foreldrum áhyggju-
efni, því að ef þeir hafa of
stranga væzlu á dótturinni er
eins líklegt að hún brjótist út
um síðir, og ef hún gerir það,
þá stírrur hún venjulega sporið
til fulls. Og svo sitja foreldr-
arnir uppi með stúlku sem hef-
ur glatað framtíð sinni og ekk-
ert hægt við því að gera. I
Suðurevrópu er öllum leikregl-
um Þdgt. Annaðhvort er stúlk-
an saklaus eða hún giftist ekki.
Þetta viðhorf kemur okkur
Ameríkumönnum spánskt fyrir
sjónir, þrátt fyrir rómantíkina.
Við erum eins og milli tveggja
elda. Annarsvegar er siðgæðið í
Suðurevrónu, hinsvegar um-.
svifaleysi unga fólksins á Norð-
urlöndum, í Svíþjóð og Noregi
þar sem æskufólk af báðum
kynjum fer saman í hjólreiða-
og gönguferðir dögum saman
án þess að nokkur fullorðinn sé
með til þess að gæta velsæmis;
eða Skotlandi, þar sem sá siður
tíðkast í sumum sveitum að
hjónaleysi giftist ekki fyrr en
þau eru viss um að þau eigi
von á barni, því að ef samband-
28