Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 81
IÆYNDARMÁLIÐ
ÚRVAL
Ég verð að fara — ég verð
að fara burt — áður en eitt-
hvað kemur fyrir. Hún reif sig
úr náttkjólnum. í speglinum sá
hún, hvernig móðirin grand-
skoðaði nakinn líkama hennar,
og hún missti stjórn á sér og
sagði fokreið:
„Á hvað ertu að glápa?“
„Glápa! Hvað áttu við? Á ég
að spyrja þig, hvað mér leyfist
að horfa á?“
„Þú horfir svo einkennilega á
mig — svo forvitnislega — ég
veit ekki hvað þú ert að hugsa,
en . . .“
„Maður veit ekki mikið á þín-
um aldri“.
„Láttu aldur minn eiga sig . .“
„Ef við gætum bara talað
sarnan eins og fullorðnar mann-
eskjur. Manni gæti dottið í hug,
að þú hefðir slæma samvizku,
Gréta“.
Gréta svaraði ekki. Henni
varð orðfátt. Hún stóð eins og
stirðnuð fyrir framan spegilinn
— allsnakin — jafnnakin og
hún var, þegar hún kom í heim-
inn fvrir seytján árum — bara
til þess að baka móður sinni
sorg.
„Farðu í eitthvað“, sagði
móðirin með hreim, sem hún
hafði notað, þegar Gréta var
lítil, óbekk telpa. Og rétt á eft-
ir bætti hún við: „Það er að
minnsta kosti mín skoðun, að
ég sem móðir þín hafi nokkurn
rétt til að fá að vita, hvar þú
ert á nætumar“.
Loksins kom það. Lausnar-
orðið.
„Þú situr víst á sokkunum
mínum“, sagði hún með ískulda
í röddinni. Hún kipraði saman
augun og starði á móður sína,
um leið og hún rétti höndina
eftir sokkunum.
„En hvað þú ert illskuleg á
svipinn", sagði móðirin. Það
var einhver uppgjöf í röddinni,
sem kom við kvikuna í Grétu.
Hún sneri sér frá móðurinni og
flýtti sér að klæða sig. Móðirin
raðaði bollunum á bakkann. Hún
andvarpaði þungan. „Það er víst
langt síðan við fórum að fjar-
lægjast hvor aðra“. Röddin var
djúp og angurvær.
„Æ, hættu nú þessum leik-
araskap, mamma".
„Leikaraskap?"
„Já, leikaraskap“.
„Þetta er að minnsta kosti
enginn gamanleikur".
„Nei, satt er það. Og nú fer
ég“.
„Þú kemur þó heim að
borða ?“
„Auðvitað".
„Þú þekkir kannski matmáls-
tímana í gistiheimilum ?“
„Hættu nú . . .“
„Ef þetta á að halda áfram,
og næturgöltið líka, þá er víst
engu sleppt þó að þú flytjir að
heiman“.
„Alveg sjálfsagt!“
Móðirin fór fram í eldhúsíð,
Andartaki síðar heyrðist þaðan
brothljóð og hávaði.
„Mamma!“
79