Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 13
Minnstu menn jarðarinnar.
Grein úr „Orion“,
eftir próf. dr. Martin Gusintle.
1 meir en IfO ár hefur dr. Martin Gusinde, sem nú er prófessor
í mannfrœði við Washingtonháskóla, unnið að rannsóknum á fruni-
slceðum þjóðum í fjórum heimsálfum, einkum dvergþjóðum i Áfríku
og Asíu. Fyrir noickrum mánuðum kom hann úr leiðangri til há-
lendis Nýjw Guineu og skrifaði þá grein þessa fyrir þýzka tima-
ritið Orion.
OEÐIÐ ,,pygmae“, dvergvax-
inn maður, mun hafa ver-
ið þekkt meðal Grikkja þegar
í fornöld. Líklegt er, að fyrstu
sögurnar um heila dvergaþjóð
hafi borizt frá Egyptalandi til
Grikklands áður en Hómer reit
Illionskviðu sína um 800 árum
f.Kr., því að þar er getið um
bardaga milli dverga og fugla
þeirra, er trönur nefnast. Hitt
er þó enn sennilegra, að það
hafi fyrst verið sagnaritarinn
Herodót (490 — ca. 425 f.Kr.),
sem flutti sannar sögur um
dvergaþjóð á uppsprettusvæði
Nílar heim til Grikklands, er
hann kom úr hinu mikla ferða-
lagi sínu um Egyptaland.
Á fyrstu öldum kristninnar
lágu þjóðir Evrópu í stöðugum
deilum, bæði stjórnmálalegum
og trúarlegum, og skelltu
skolleyrunum við frásögnum
einstaka ævintýraþystra ferða-
langa, er kynnzt höfðu annar-
iegum þjóðflokkum í öðrum
heimshlutum. Arabiskir land-
könnuðir fóru suður með
ströndum Afríku og komust allt
suður fyrir miðbaug. En þótt
þeir færu langt inn í „álfuna
myrku“ og sæju þar dverga svo
þúsundum skipti, gátu þeir eng-
ar sönnur fært á mál sitt, enda
fór svo, að dvergasögurnar
fengu sáralítinn hljómgrumi
hjá þorra manna um margar
aldir. Hins vegar tóku lærðir
menn að þyrla upp alls konar
furðusögnum út frá fornaldar-
heimildum þeim, er áður er um
getið, og inn í þann ævintýra-
heim soguðust einnig þær frá-
sagnir, sem höfðu við rök að
styðjast. Örlög þeirra urðu þau
sömu og hinna, er aldrei voru
annað en tómur heilaspuni.
En þrátt fyrir allt voru þó tii
hugsandi menn, sem sáu sann-
leikskorn í þessum gömlu sög-
um og héldu því fram, að þess-
ar dvergvöxnu verur væru í
rauninni ekki menn, heldur
11