Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 67
UNDRAEFNIÐ ALUMINÍUM
sem aftur kemur fram í bættri
siglingahæfni og meiri eldsneyt-
issparnaði. Aluminíum hefur
verið notað til smábátabygginga
í meira en aldarfjórðung, og
rannsóknir, sem gerðar voru í
lok seinustu stvrjaldar sýndu,
að það gat orðið hagkvæmt í yf-
irbyggingar stórra farþega-
skipa. Skipaeigendurnir hafa þó
verið furðu skilningssljóir í
þessu efni; þeim virðist ekki
Ijóst, að eldsneytisspamaðurinn
getur borgað upp hærri smíða-
kostnað á örfáum árum.
Þótt aluminíum hafi þegar
sannað hæfni sína við smíði ann-
arra flutningatækja, allt frá
vöruvögnum lesta til strætis-
vagna, hefur hár stofnkostnað-
ur og íhaldssemi væntanlegra
viðskiptavina orðið þeim iðnaði
fjötur um fót. í Bretlandi not-
ar umbúðaiðnaðurinn t. d. tíu
sinnum meira aluminíum en
járnbrautirnar. Á hverju ári
fara 25,000 tonn í tappa á
mjólkurflöskur, í tannkremstub-
ur. baunadósir og utan um síga-
rettupakka.
Húsbyggingar keppa við um-
búðaiðnaðinn í notkun alumin-
íums. Hvor iðnaður um sig not-
ar nálægt því 12% af heildar-
magninu. Stóra húshluta úr alu-
miníum er hægt að setja saman
í verksmiðjunum, og þar af leið-
ir, að minni vinna verður í sjálf-
um húsgrunninum og bygginga-
framkvæmdir ganga fljótar.
Veggir klæddir aluminíum eru
aðeins tveir til þrír þumlungar
ÚRVAL
á þykkt, og verður rými því
meira og gólfflötur stærri, og
þar sem efnið er svo létt, má
komast af með verri undirstöðu
— lélegri grunna. Gáraðar þak-
plötur úr aluminíum hafa tvo
meginkosti: þær standast vel á-
hrif loftsins og eru svo léttar,
að grennri sperrur má hafa
undir þeim en ella. Aluminíum-
þynnur eru mikið notaðar til
hitaeinangrunar í lofti eða
veggjum.
Framleiðendur rafmagns-
tækja taka aluminíum í notkun
í vaxandi mæli — í leiðslur,
spennubreyta og rafala. í meira
en sextíu ár hefur það sýnt
hæfni sína í loftstrengjum, þar
sem það gefur kopar ekki eft-
ir sem prýðilegur rafleiðari. Alu-
miníumhúðun á einangrunarvír-
um tekur fram samskonar húð-
un úr blýi, þar sem aluminíum
er bæði sterkara og léttara efni,
og ekki verður þess langt að
bíða, að á markaðinn komi raf-
leiðslur, sem þurfa ekki aðra
einangrun en oxýðhúðina, er
myndast á málminum með raf-
greiningu við forskautið. For-
skautsaðf erðin (anodic treat-
ment), sem hefur í för með sér
þykknun og hörðnun á hinu
náttúrlega oxýðlagi, eykur enn
á fjölbreytileik aluminíums. Það
einangrar ekki aðeins rnálminn,
heldur gerir hann líka ónæmari
fyrir áhrifum loftsins, eykur
endingu hans við sérstakar
kringumstæður og gerir litun á
honum auðveldari. Aluminíum
05