Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 73
HÆTTUR Á VEGI GEIMFARANS
ÚRVALí
verki á mismunandi hátt. Skeyti
frá gervitunglinu um líðan
hundsins, ættu að gefa góðar
upplýsingar um áhrif þyngdar-
lauss flugs á líkamann.
Þegar farið verður að velja
menn til geimferða, þarf að
taka tillit til fleiri eiginleika en
góðra gáfna og líkamshreysti.
Kannski geta lífeðlisfræðilegar
athuganir gefið einhverja hug-
mynd urn næmi geimfarans fyr-
ir geislun og jafnfi'amt við-
brögðum hans við mestu hraða-
aukningu og þyngdarleysi. En
það sem er ekki síður mikil-
vægt, eru sálræn viðbrögð
mannsins við ómælanlegri á-
reynslu og geigvænum hættum,
og þyngdarlausri fangavist
hans í geimfarinu. Það er erf-
itt að hafa stjórn á hvers kyns
geðbrigðum, og þar sem um
marga menn er að ræða, verð-
ur að velja þá þannig að þeir
séu sem líkastir að skapljmdi
og öðrum eðliskostum.
Engar þær getgátur, er uppi
hafa verið í eðlisfræði og líf-
eðlisfræði, né heldur beinar
rannsóknir í þeim greinum, hafa
afsannað hæfni mannsins til
geimferða, og farkosturinn þarf
ekki að vera svo vandaður, að
verkfræðingar standi á gati í
smíði hans. Engu að síður er
enn svo mörgum spurningum
ósvarað, að bezt er að fara var-
lega og hætta sér ekki of langt,
fyrr en tilraunadýrin og gervi-
hnettirnir hafa bent okkur á
stefnuna og varðað veginn út
í geiminn.
Heilabrot.
Hér er svolítið til að glíma við fyr-
ir þá, sem hafa gaman af slíku. Svör-
in geta menn séð á bls. 57 — en
freistist ekki til að líta í þau fyrr en
þið hafið reynt á þolrifin!
1) Það er vitað, að:
A er kaldara en D
E er jafnheitt og B
D er ögn heitara en B
A er heitara en C
Fyllið út línurnar b—e á sama hátt
og a:
a) D er heitara en C
b) E er en D
c) B er en C
d) A er en D
e) C er en E
2) Hér i eru nokkrar talnaraðir og
er tölunum raðað eftir sérstökum
kerfum. Ef þið getið fimdið út kerf-
in, þá getið þið líka sett réttar töl-
ur í eyðurnar:
a) 10 5 20 10 30 . .
b) 12 21 13 31 15 ..
c) 4 9 16 25 36 ..
d) 3 7 15 31 .. 127
e) 0112358 ..
3) Lassi skýrir lögreglunni svo
frá: „Eg var að heiman fram að há-
degi, en seinna um daginn mætti ég
manni, sem ég held að hafi verið
þjófurinn. Um leiö sló kirkjuklukk-
an; það var ójöfn tala, en þó ekki
eitt. Nú er klukkan mín 10 minútur
yfir fimm, en hún er 20 mínútum of
fljót. Hvað var klukkan þegar Lassi
mætti þjófinum ?
4) Maður, sem gengur framhjá
sporvagnsbraut, mætir sporvagni átt-
undu hverja mínútu. Ef hann snýr
við og gengur í hina áttina, nær
honum sporvagn fjórtándu hverja.
mínútu. Hve oft ganga sporvagn-'
amir ?
71