Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 31
TILHUGALlF I ÝMSUM LÖNDUM
ið ber ekki ávöxt, segja menn,
til hvers á þá að vera að lög-
festa það? Við erum ráðvillt og
verðum öfgunum að bráð.
Menning okkar Ameríku-
manna er í deiglunni. Við höf-
um hlotið í arf margskonar sið-
gæði víðsvesrar að úr heiminum,
og í þeirri frumskógaflækju
ÚRVAL
höngum við með hausinn niður
eins og leðurblökur. Það er því
sízt að undra þótt ýmsir meðal
eldri þjóða líti á okkur sem
hræsnara og telji okkur að-
gangsfrek. Ég veit ekki hvað
gera skal. Ég veit það eitt, að
nú er fengitíminn og hávaðinn
í náttúrunni er í algleymingi. '
~k ~k k
Sálfræðitilraunir með mannapa hafa
ieitt ýmislegt. atiiyglisvert
í ljós.
iannapar og mannleg skynsemi.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir VV. Schweisheimer.
\/IÐ erum stödd í fjölleika-
* húsi — á sviðinu er eitt-
hvað í mannsmynd, klætt í
skringilegar buxur, stuttan
jakka, gula hanzka og háan
pípuhatt. Þessi mannsmynd
heilsar áhorfendum kurteislega
og hátíðlega, sezt makindalega
í hægindastól og dregur af sér
hanzkana. Hendurnar eru loðn-
ar og hæfa loðnu andlitinu:
Þetta er sem sé ekki maður,
heldur api, simpansi.
Þjónn kemur inn á sviðið og
ber mannapanum veitingar.
Hann borðar hægt og notar hníf
og gaffal, þurrkar sér á eftir
um munninn með servéttunni,
velur sér vindil úr vindlakass-’
anum á borðinu, sker af hon-1
um oddinn og kveikir í honum.
Hann sýgur með velþóknun að
sér reykinn og slær öskuna af
vindlinum í öskubakkann. Hann
stendur skjögrandi á fætur og
byrjar að leika alls konar
kúnstir, hjóla, leika hnefaleik
o. fl., en að lokum þreytist
hann á þessu, reikar yfir að
rúminu og leggst fyrir, sezt
29