Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 39
tTRVAL
fUÐ TvÖVALDA ANDLIT BANDARÍKJANNA
reidda af dæmalausri vanþekk-
ingu á því hvernig góður matur
a að vera. En svo getur maður
'fengið ljúffengan bita af kjöti
steiktan við kolaeld undir
'skuggasælu sumartré! Ósviknar
Idahokartöflur bakaðar af
kunnáttu . . .
- Listi — með og móti — tek-
Inn úr hversdagslífinu gæti orð-
!ið langur.
4.
Eftir eitt ár í Bandarikjun-
um gerir maður sér hugmyndir
um það sem maður hefur séð.
Hér kemur ein:
Bandaríkjunum hefur ailtaf
.verið líkt við deiglu: töfra-
deiglu. þar sem allar þjóðir og
allir kynþættir eru bræddir í
eitt. En fyrsta sambræðslan
náði skammt: það voru inn-
flytjendur frá Norður-Evrópu.
Sterkur engilsaxneskur stofn
myndaðist og tók völdin. Það
hefur ætíð verið fínt í Banda-
’ríkjunum að vera íri, Norður-
landamaður eða Þjóðverji; lak-
ara að vera ítali, suðurame-
rískur eða frá Mexíkó. Og frá-
gangssök að vera svartur, gul-
ur eða Indíáni.
Það sem maður kemst að raun
um á ferðalagi um vestur- og
suðurhluta Bandaríkjanna nú,
er að önnur sambræðsla er í
deiglunni. Mexíkanskir námu-
menn í Silver City eru á góðum
rekspöl: Indíánar eru enn í
sama farinu. Og hin mikla þol-
raun lýðræðisins er núna
svertingjar Suðurríkjanna: sú
þolraun hófst fyrir tveim árum,
og núna er baráttan í algleym-
ingi.
Eflaust verður hún leidd tii
sigurs, en það mun kosta þján-
ingar rnargra, og taka mörg ár.
Þessi þolraun verður Banda-
ríkjunum þung raun, því að
þessi síðari sambræðsla krefst
kynblöndunar að vissu marki.
Það gerðu hinar fyrri ekki.
En aðeins að vissu marki.
Fátt bendir til þess að hvítt
og svart æskufólk giftist nokk-
uð frekar í framtíðinni, vegna
þess eins að það gengur í sama
skóla. En þarna fá hvítir menn
skelfilegt, geðrænt áróðursvopn
upp í hendurnar — til þess m.
a. að dylja efnahagslegan ótta
sinn. Ef svertingjar sækja fram
á sviði efnahagslífsins og geta
boðið þeim hvítu byrginn, þá
eru forréttindi hvítra manna í
alvarlegri hættu!
Mississippí er fá,tækt land,
krökkt af ómenntuðum svert-
ingjum. Ef svertingjarnir gætu
menntazt, mundi draga mjög úr
fátæktinni. En þá mundu hvítir
menn missa hin efnahagslegu
undirtök.
Sér til varnar veifa hvítir
Suðurríkjamenn biblíunni, guði
og stjórnarskrá Bandaríkjanna.
5.,
Önnur hugmynd sem maður
gerir sér er á þessa hmd:
Eftir síðari heimsstyrjöklina
urðu Bandaríkin tvímælalaust
37