Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 85

Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 85
Í'LYGILLINN OG STÚLKAN ir. Hún vissi ekki einu sinni hvar Lalli átti heinaa eða hvar hann vann, hann hafði allatíð verið fáorður um einkahagi sína. Hún beið og flygillinn líka. Að lokum kom hann og allar skyrturnar hans fimm voru ó- hreinar og Lilja þvoði þær og gladdist yfir því að heyra lag- ið aftur. En eftir tæpan hálftíma hætti hann að spila og kom fram í eldhús til að tala við hann með- an hún var að þvo. Það hafði hann aldrei gert fyrr, og hún vissi að honum lá eitthvað mik- ið á hjarta. Hún varð því dá- lítið undrandi þegar hann fór að tala um verð á notuðum bíl- um. Og notuðum flyglum. Bíl- ar voru annað helzta áhuga- mál hans, sagði hann, eða öllu heldur helzta áhugamálið, kannski það eina. Hann talaði um bíla allt kvöldið og flygillinn stóð þög- ull og ónotaður. Lilja bjó til kaffi og hann las auglýsingarn- ar í blöðunum: fyrir rúmar fimm þúsund krónur var hægt að fá nothæfan bíl... Kvöldið eftir kom maður til að líta á flygilinn. En það leið vika áður en nokkur kom, sem borga vildi nógu mikið fyrir hann. Og Lalli varð óþolinmóð- ur, eirðarlaus, nagaði neglum- ar og fór frá einni bílasölunni til annarrar. Einn bjartan sunnudag um vorið óku þau í gamla bílnum, ÚRYAL sem þau höfðu keypt fyrir and- virði flygilsins. Lilja sat við hlið Lalla, og þegar hún sá gleði hans var hún hamingju- söm. Það var eins og hann og bíllinn væm eitt. Hann knúði bílgarminn til að láta í té alla orku sína. Hún greip andann á lofti þegar hún sá vísinn á hraðamælinum þokast titrandi upp að 100. Nú var Lalli hinn fullkomni elskhugi, allt sem gamli mótorinn gat í té látið gaf hann honum í algjörri hlýðni. Og hendur Lalla voru öruggar og jafnframt næmar, hann var ungur guð, og hún til- bað hann. Þau námu staðar við benzínstöð og tóku benzín. Lilja borgaði því að hún átti bílinn. Aftur á móti borgaði Lalli kaffið sem þau drukku í veit- ingakrá, og Lilja athugaði sjálfsölugrammófóninn, en fann ekki plötuna sem hún leitaði að: lagið þeirra. Hún var samt ánægð og þrýsti sér upp að Lalia og var stolt af því að vera með honum, að láta sjá sig með honum. Hann var kannski svolítið óþolinmóður, en hún var alltof glöð til þess að láta það á sig fá — hann var dálítið feiminn, hræddur við að láta í ljós til- finningar sínar. „Ertu ekki búin að sötra þetta kaffigutl ennþá?“ spurði hann önugur og þráði að setj- ast aftur við stýrið. Og Lilja flýtti sér að klára úr bollanum og hætti við að fá sér meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.