Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 91
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
upp, afsökun fyrir að halda um
handleggina á henni, halda
hennar hönd í minni, strjúka
um hárið á henni, tjá henni
alla þá blíðu sem nú bíður end-
urlausnar í brjósti mér.
Hún gekk inn og hann lok-
aði hliðinu á eftir henni og
hann vissi að sig mundi skorta
hugrekki til að Ijúka upp hjarta
sínu.
Þau gengu hægt inn eftir
malbornum garðstígnum. Til
beggja handa stóðu hávaxin,
dökkleit tré: beyki, ösp, björk,
íðilgrön, og fáein fjarlend græn
barrtré rneð greinar eins og
hvikandi tígurskott, þetta var
eins og að ganga undir kirkju-
hvelfingu.
Hann tók viðbragð af hræðslu
þegar hún nam staðar og rauf
kyrrðina. Hún mælti:
„Eigum við að fara og gá
að hvort svanirnir eru vak-
andi?“
Hann kinkaði kolli og þving-
aði sig til að brosa.
„Svanir á sundi eru eitt það
fallegasta sem ég veit,“ sagði
hún, eins og við sjálfa sig. Svo
leit hún á hann og bætti við
með einu af þessum kankvísu
brosum sem komu honum til
að skjálfa: „Annars gengur sú
saga um bæinn að þau séu strax
búin að eiga saman egg.“
Svo gengu þau yfir að tjöm-
inni. En þar var enga svani að
sjá.
Þau gengu hægt yfir á stíg-
TJRVALt
inn aftur og skiptust á orðum
öðru hverju. Hann benti á bekk:
„Eigum við að setjast?“
„M-já,“ sagði hún.
„Bíddu við,“ sagði hann,
„kápan þín er svo ljósleit, þú
gætir fengið bletti á hana.“
Hann tók upp vasaklútinn og
þurrkaði náttfallið af langsett-
um rimlunum í bekknum. Vasa-
klúturinn varð svo votur, að
hann gat næstum undið hann.
Hann varð gagntekinn blíðu,
meðan hann strauk; hann
strauk um rimlana eins og hann
væri að blessa þá.
„Þakka þér fyrir,“ sagði hún,
„þetta var faliegt af þér.“
„Ojæja,“ sagði hann.
Þau settust á bekkinn.
Hann Iagði annan fótinn of-
an á hinn og fór svo að vingsa
honum. En þá bar svo mikið
á skónum, hann var semsé ekki
í lakkskóm við smókingfötin,
aðeins venjulegum svörtum lág-
skóm úr leðri, hann lét fótinn
síga niður. Svo hallaði hann sér
aftur á bak og teygði út hand-
Ieggina, lagði þá ofan á jaðar-
inn á bekkbakinu. Með því móti
lá hægri handleggurinn fyrir
aftan hnakkann á henni; ef
hann Iéti hann síga þó ekki væri
nema um þumlung, mundi hann
leggjast yfir herðarnar á hennl.
Hann sagði:
„Viltu sígarettu?"
„Já, takk,“ sagði hún.
Hann rétti til hennar pakk-
ann, kveikti á eldspýtu, varð að
83-