Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 41
HIÐ TVÖFALDA ANDLIT BANDARÍKJANNA
ÚRVAL
Hvers vegna á þessi sam-
stokkun sér þá stað?
Vegna þess að valdið í heim-
inum hefur safnazt á hendur
Bandaríkjamönnum. Ekki einu
sinni í óskadraumi má þjóðin
lengur vera sem aðskildar ein-
ingar; ^þáð verður að knýja
samstokkunina fram. með valdi.
6.
En samtímis fer fram innan
Bandaríkjanna þjáningarfull
barátta fyrir því, að þjóðin
'bregðist ekki þeim hugsjónum,
þeim frjálsræðislegu lífsháttum,
sem hún vill halda við.
Þetta er Ameríka:
1941 flytur hershöfðingi þús-
undir Japana nauðuga frá Kali-
forníu, undir því yfirskyni að
þeir geti orðið fimmta herdeild,
ef Japanar gera innrás á vestur-
ströndina — en týeim árum síð-
ar fer þar um amerískur pró-
fessor í þjóðfélagsfræði,
Dorothy S. Thomas, og kort-
leggur aðförina í öllum einstök-
um atriðum. Hún gerir þetta í
rannsóknarskyni, í þágu vís-
indanna.
Atbui'ðurinn er opinberaður,
en ekki látinn gleymast. Hægri
höndin veit hvað sú vinstri
gerir. og hún slær, fast, gagn-
rýnandi, af djúpstæðum heið-
arleika, til að verja brotnar
frelsishugmyndir.
Þarna brýzt að lokum fram
hrifning manns: á afburða-
mönnum amerískra háskóla, ár-
vekni þeirra, þjáningarfullri
rannsókn þeirra á veröld sinni;
^þeir eru skýrastir á þeirri mynd
|sem við geymum af amerískri
hreinskilni.
I Þessari hreinskilni, sem kveð-
'ur til sín útlenda blaðamenn —
án minnstu kröfu um þakklæti-
isvott — leyfir þeim að ferð-
ast um, hrífast og hrellast, og
skýra heima hjá sér frá því
sem þeir sáu — hvernig svo
sem þeir túlka það.
Allur vari góður.
Maður kom eitt sinn á heimili víðkunns atómfræðings og Nó-
belsverðlaunahafa og sá skeifu hanga yfir dyrunum í stofunni.
„Ekki hélt ég að þér, vísindamaðurinn, væri hjátrúarfullur",
sagði gesturinn. „Trúið þér því, að skeifan færi yður gæfu?“
„Og sei, sei, nei“, sagði vísindamaðurinn og brosti, „en mér
er sagt að hún færi gæfu hvort sem maður trúir því eða ekki“.
— Quote.
Léleg dagskrá.
Farþeginn hafði drukkið heldur margar kveðjuskálar og þeg-
ar skipið hafði lagt frá landi gekk hann reikulum skrefum ofan
af skemmtiþilfari og niður í reyksal. Þar settist hann framan
við lítinn gluggann og starði út um hann langa stund.
Loks stóð hann upp, sneri baki við glugganum og tautaði:
„Ómerkileg sjónvarpsdagskrá atarna“.
— New Yorker.
39