Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 42
Farartæki postulaima eru liollari krans-
æðutn hjartans en bíll, segir höf-
undur þessarar greinar.
Grein úr „Family Doctor“,
eftir dr. phil. John Clyde, lækni.
FRAMFARIR í heilbrigðis-
málum hafa á margan hátt
verið stórkostlegar síðasta ald-
arfjórðunginn. Við sem vonim
börn hér í Englandi árið 1930
gátum vænzt þess að ná sex-
tugs aldri. Börnin okkar sem
nú eru að fæðast geta vænzt
þess að ná sjötugs aldri og vel
það. Af hverjum þrem börn-
um sem árið 1930 dóu áður en
þau náðu eins árs aldri, myndu
tvö hafa lifað ef þau hefðu
fæðzt á þessu ári. Meginástæð-
an til þess að barn getur vænzt
þess að lifa lengur nú er sú, að
margt af því sem helzt ógnaði
lífi barnsins er úr sögunni.
Margar ástæður eru án efa
til hins bætta heilsufars barna.
Sumar eru aukin heilsuvernd,
bólusetningar gegn ýmsum
sjúkdómum og árangursrík
læknislyf. En mestu ræður án
efa að börnin fá miklu betri og
hollari næringu en áður fyrr.
Það er bætt næring sem lagt
hefur grundvöllinn að lengingu
mannsævinnar.
En á þessari björtu mynd ef
einn skuggi, sem er ærið mörg-
um áhyggjuefni, en hann er sá,
að þrátt fyrir allar hinar miklu
framfarir í læknisfræði, getur
sá sem nú hefur náð fullorðins
aldri ekki vænzt þess að verða
öllu eldri en faðir hans. Það má
orða þetta á annan hátt. Maður
sem var 45 ára 1930 gat vænzt
þess að eiga 25 ár ólifuð; sá
sem er 45 ára í dag getur vænzt
þess að lifa ári lengur, það er
allt og sumt. Þessi uggvænlega
staðreynd vekur nú hjá æ fleiri
þann grun, að ef við getum ekki
vænzt þess að lifa neitt að ráði
lengur þrátt fyrir penisillín,
hjartaskurði, cortison og fleiri
stórsigra læknavísindanna,
hljóti að vera að verki einhver
skuggalegur bölvaldur, sem veg-
ur upp á móti öllum þessum
framförum. Þetta er ályktun
sem erfitt er að hrekja. Og
sannleikurinn er sá, að nokkrir
sjúkdómar, sem einkum taka
menn á miðjum aldri, færast nú
í vöxt hér á landi og í öðrum
löndum þar sem lífskjör eru góð.
Þeir sem helzt draga að sér
40